Bæta á sig skrautfjöðrum – Keyptu Pistil frá Litlu-Brekku

Bæta á sig skrautfjöðrum – Keyptu Pistil frá Litlu-Brekku

Deila

Hinrik Bragason og fjölskylda hans á  Árbakka ásamt Georgi Kristjánssyni hafa fest kaup á stóðhestinum Pistil frá Litlu-Brekku. Pistill er þegar orðin nokkuð þekktur stóðhestur. Þrátt fyrir stuttan feril þá hefur hesturinn vakið mikla athygli fyrir tilþrif sín, sem klárhestur með tölti. Sérstaklega þykir hann með tilkomumikinn fótaburð.

Ræktendur Pistils eru Jónína Garðarsdóttir og Vignir Sigurðsson í Litlu-Brekku í Eyjarfirði. Vignir sýndi Pistil á kynbótasýningu síðasta vor og fékk hann 8,10 í aðaleinkunn þar af 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.Einnig hefur Vignir keppt á Pistli í töltkeppni með góðum árangri. Pistill var annar í B-flokki í Gæðingarkeppni Léttis síðasta vor.

Hestafréttir höfðu samband við Hinrik Bragason og spurðu hann út í kaupin á þessum nýja hesti:

Þetta er frábær gæðingur og ekki skemmir ættin fyrir. Hann er undan Mola frá Skriðu, þeim mikla fótaburða hesti og Baldur frá Bakka er afi hans í móðurætt.

pistill-jon
Pistill frá Litlu-Brekku og Vignir Sigurðsson /mynd Jón Björnsson
  • Hver er stefnan með hann og hver á að ríða honum?

 Við erum öll fjölskyldan að þjálfa hann í sameiningu. Það er ekki búið að taka áhvörðum um hvort hann fari í kynbótadóm eða hvort hann fari í keppni hjá mér, Huldu eða krökkunum.” Hinrik segir að Pistill hafi verið eftirsóttur sem stóðhestur síðasta sumar. “Ég held að það séu eftir sumarið 50 – 60 hryssur með fyli eftir Pistil. Nú þegar höfum við fengið pantanir undir hann. Eitt er víst að við munum halda okkar hryssum undir hann.”

Þetta er ofsa flottur klár. Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Það verður spennandi að sjá hvað úr honum verður. Við hér á Árbakka höfum mikla trú á þessum hesti,” segir Hinrik að lokum.

O
Pistill frá Litlu-Brekku og Vignir Sigurðsson

 

 

IS2007165003 Pistill frá Litlu-Brekku
Svartur
F. IS2001165302 – Moli frá Skriðu
Ff. IS1989158501 – Glampi frá Vatnsleysu
Fm. IS1988265913 – Gullinstjarna frá Akureyri
M. IS1993265250 – Prinsessa frá Litla-Dunhaga I  (ae 8,03)
Mf. IS1984165010 – Baldur frá Bakka
Mm. IS1977265827 – Tinna [5713] frá Hvassafelli
Ræktandi IS1304735049 – Jónína Garðarsdóttir 50%
Ræktandi IS1806674749 – Vignir Sigurðsson 50%

Héraðssýning á Sauðárkróki 27. maí til 31. maí

Dagsetning móts: 27.05.2013 – 31.05.2013

IS-2007.1.65-003 Pistill frá Litlu-Brekku

Sýnandi: Vignir Sigurðsson

Mál (cm): 145 134 140 64 145 41 50 20

Aðaleinkunn: 8,10

Sköpulag: 8,11
Höfuð: 8,0    – 5) Myndarlegt
Háls/herðar/bógar: 8,0      2) Langur 5) Mjúkur D) Djúpur
Bak og lend: 8,5                      7) Öflug lend 8) Góð baklína
Samræmi: 8,0                         3) Langvaxið
Fótagerð: 8,5                         2) Sverir liðir 5) Prúðir fætur 6) Þurrir fætur
Réttleiki: 8,0  Afturfætur: 1) Réttir
Hófar: 8,0 3)                        Efnisþykkir
Prúðleiki: 8,0

Kostir: 8,08     
Tölt: 9,0                               2)  Taktgott 3) Há fótlyfta 5) Skrefmikið
Brokk: 9,0                          2) Taktgott 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta 6) Svifmikið
Skeið: 5,0
Stökk: 8,0                         4) Hátt
Vilji og geðslag: 8,5      2) Ásækni 5) Vakandi
Fegurð í reið: 9,0          1) Mikið fas 4) Mikill fótaburður
Fet: 7,5                                D) Flýtir sér
Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,5

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD