Glæsihross frá Hafsteinsstöðum

Glæsihross frá Hafsteinsstöðum

Deila

Hestafréttir höfðu samband við Hjónin Hildi og Skafta á Hafsteinsstöðum og spurðu út í ræktun þeirra og ræktunar mið.

“Hrossaræktin okkar hófst 1976 og byggist að mestu leyti á hryssunni Toppu frá Hafsteinsstöðum og afkvæmum hennar. Sex af dætrum hennar voru ræktunarhryssur á búinu auk stóðhestsins Feykis frá Hafsteinsstöðum sem var sonur Rauðs 618 frá Kolkósi. Í dag erum við ekki með margar hryssur, erum að fá 5 til 7 folöld. Eigum ennþá 2 Feykisdætur og svo erum við með 2 Hugadætur sem reynast vera miklar gæðingamæður og dætur þeirra.

Ræktunarmarkmið okkar hefur aldrei verið neitt flókið , bara að rækta góð hross og hafa gaman að því. Hross sem okkur langar til að eiga og ríða. Rúm og viljug,með góð gangskil og flott fas og geðslag.
Við höfum notað stóðhesta sem hafa heillað okkur með framgöngu sinni og fasi.
Oddi er fyrir okkur nánast hið fullkomna markmið, Hann er með þetta einstaka geðslag. Alltaf kátur og jákvæður, Krafmikill og viljugur . Alltaf til í að þóknast knapanum. Og með þessa miklu hreyfigetu og rými. Að ríða Odda gerir mann glaðan og stoltan segir Skapti.”

Þess má geta að búið sigraði símakosningu ræktunarbúa á Landsmótinu.

Oddi tekur á móti á móti hrysssum heima á Hafsteinsstöðum í allt sumar. Áhugasamir hafið samband í síma 6995535 eða Email [email protected]

 

 

Myndir frá Henk LM 017 Myndir frá Henk LM 028 Myndir frá Henk LM 031

Lilja oddi-hafsteinssstodum

Myndir frá Henk LM 046 Myndir frá Henk LM 052 Myndir frá Henk LM 057 Myndir frá Henk LM 060 Myndir frá Henk LM 067 Myndir frá Henk LM 070 Myndir frá Henk LM 072 Myndir frá Henk LM 078

 

Hinni-skafti

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD