Frábær dagur á Heimsmeistaramótinu í dag

Frábær dagur á Heimsmeistaramótinu í dag

Deila

Það er með sanni sagt hægt að segja að ungmennin okkar Íslendinga eru að slá í gegnu úti í Hollandi en í dag sigurðu Gústaf Ásgeir og Pistill frá Litlu-Brekku fjórgang ungmenna og Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi fimmgang ungmenna.

Veðrið í Oishot hefur verið mismunandi en í morgunn var kalt og blautt en þegar líða tók á daginn kom sólin úr felum og um 22°hiti.

Íslendingarnir eru frábærir stuðningsmenn og getur íslenska þjóðin verði stolt af Landsliði sínu í hestaíþróttum.

Dagurinn byrjaði á 3&4 spretti í 250m skeiði en þar var Markus Albrecht Schoch og Kóngur frá Lækjamóti sem sigruðu 250m skeiðið á 21,46″.

Markus_KongurEftir frábæra skeiðspretti hófust svo B-úrslit í T1 og var það heimsmeistarinn Þokki frá Efstu-Grund ásamt nýja knapa sínum Irene Reber sem sigruðu B-úrslitin og munu því keppa í A-úrslitum á morgunn.

Eftir það var haldið í B-úrslit í fimmgangi þar sem glæsiparið Jana Köthe og Fannar frá Kvistum sem sigruðu og munu mæta sterk til leiks á morgunn í A-úrslit þar sem Þórarinn og Narri leiða.

FAnnarfrákvistum

Þá var komið að Íslendingunum að sigra! En Gústaf Ásgeir og Pistill frá Litlu-Brekku gerðu sér lítið fyrir og urðu heimsmeistara í fjórgangi ungmenna! Glæsilegur sigur hjá þessu glæsipari.

img_7743.jpg

 

Því næst var farið í B-úrslit í T2 þar sem við Íslendingar áttum Kjark frá Skriðu og Viðar Ingólfsson. Þeim gekk vel en sigurvegarinn var heimsmeistarinn frá því í fyrra Vignir og Ivan frá Hammarby og verður spennandi að sjá hvað þeir gera í A-úrslitum á morgunn.

Svo var komið að okkar seinna ungmenni en það var í A-úrslitum í fimmgangi ungmenna. Þar gerðu Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi lítið fyrir og urðu heimsmeistarar í fimmgangi ungmenna. Frábært teymi og megum við íslendingar vera montin af okkar knöpum

Máni Heimsmeistari

Á morgunn hefst dagurinn á 100m skeiði og svo koma A-úrslit og verður æsispennandi að fylgjast með knöpunum okkar

Áfram Ísland!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD