HM í Hollandi: Óvenjuleg áseta skeiðmeistara!

HM í Hollandi: Óvenjuleg áseta skeiðmeistara!

Deila

Áseta hinnar snjöllu skeiðreiðarkonu Charlotte Cook frá Bretlandi á HM í Hollandi hefur vakið verðskuldaða athygli íslenskra hestamanna. Hún situr alls ekki niðri í hnakknum, hallar sér ekki aftur og skekur heldur ekki taumana eins og nánast er áratuga hefð fyrir! – Nei, hún situr eða stendur öllu heldur og krýpur í ístöðunum og minnir einna helst á veðreiðaknapa á stórum hestum í stökkkeppni. Hnakkurinn virðist heldur ekki vera efnismikll, aðeins ábreiða og ístöð.

Þetta hefur þó ekki truflað árangur Charlotte, sem keppir á hryssunni Sælu frá Þóreyjarnúpi, öðru nær, því eftir fyrri umferð í 250 metra skeiði eru þær með besta tímann, og hafa því skotist fram fyrir ekki ómerkari menn en þá skeiðsnillinga Teit Árnason og Þorvald Árnason sem eru í öðru og þriðja sæti.

Svo er bara spurningin hvort áseta af þessu tagi muni ryðja sér til rúms á skeiðleikum á Íslandi í framtíðinni. Fróðlegt verður til dæmis að sjá hvort gamlir refir á borð við Erlng Sigurðsson og Sigurbjörn Bárðarson muni skoða þessa nýstárlegu tækni!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD