UNGIR OG EFNILEGIR: ELÍSA BENEDIKTA

UNGIR OG EFNILEGIR: ELÍSA BENEDIKTA

Deila

Næsti ungi knapi er hún Elísa Benedikta.

Nafn: Elísa Benedikta Andrésdóttir

Aldur: 19 ára

Stjörnumerki: Vog

Hestamannafélag: Sleipnir

Fyrirmynd: Á enga eina sérstaka fyrirmynd, en það eru nokkrir knapar sem ég lýt upp til að eitthverju leyti.

Hvenær dastu seinast af baki: Í vor, var í reiðtúr á ungum stóðhesti sem varð aðeins of æstur í meri sem var með í reiðtúrnum.

Sætasti sigurinn: Reykjarvíkurmeistaramótið í ár, var efst eftir forkeppni í fjórgangi og varð samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum. Annars var síðasta keppnistímabil allt persónulegur sigur fyrir mig eftir að hafa verið í A-úrslitum á stærstu mótum ársins og fór í mína hæðstu einkunn í fjórgangi og slaktaumatölti.

Mikilvægast í hestamennskunni: Njóta þess að vera í kringum hrossin, hugsa um þau og þjálfa þau. Og muna að þegar maður tekur að sér hest, þá er maður ekki bara þjálfari og hirðir heldur líka sálfræðingurinn hans, að því leyti að maður þarf alltaf að vera að hugsa um að hestinum líði sem best og sé jákvæður fyrir því að vinna með manni.

Hvernig hnakki ríðuru í: Hrímni Champion

Ætlaru að keppa í meistaradeild æskunnar: Nei, er víst of gömul í það.

Uppáhalds graðhestur: Það eru svo margir góðir, en Klerkur frá Bjarnanesi er einn af þeim sem stendur uppúr hjá mér.

Hvað hefuru verið lengi í hestum: Hef verið í hestum alla ævi.

Skemmtilegast við hestamennskuna: Að fá að vera með hest í lengri tíma og fá að tengjast honum það mikið að það myndast fullkomið traust. Og að það er eins og hann skilji þig fullkomnlega og þú hann. Að þú þurfir nánast ekki annað en að hugsa hlutinn og hesturinn framkvæmi hann. Það er toppurinn.

Hvað þarf til að ná árangri í hestum: Þjálfa hestinn sinn vel og markvist. Vera vel undirbúinn sjálfur og þora að taka sénsa. Ásamt því að sækja sér kennslu.

Hvernig undirbýrðu þig og hestin þinn fyrir keppnisdaginn: Passa að gera ekki of mikið daginn fyrir keppni, nota daginn fyrir frekar í að baða hestinn og fara yfir allan búnað að allt sé í lagi og hreint. Vera útsofin og vel stefnd.

Nefndu 2 keppnishesta sem þú hefur keppt á með góðum árangri og segðu frá uppbyggingu ykkar saman á vellinum: Flötur frá Votmúla Flötur eða Blesi eins og hann er nú alltaf kallaður er búinn að vera í okkar eigu frá því að hann var 4 vetra en var ekki taminn af neinu viti fyrr en hann varð 6 vetra en hann var ekki mjög auðveldur í tamingu. Hans aðal hlutverk er nú að vera reiðhestur hjá pabba mínum en hann er fyrsti keppnishesturinn minn og minn helsti kennari. Ég byrjaði að keppa á honum 2011, saman höfum við sigrað mörg minni mót og ég hef keppt á honum á fjórum Landsmótum og á Íslandsmóti 2014 komumst við í úrslit í fjórgangi. Í lok tímabils á síðasta ári byrjuðum við að prófa okkur áfram í slaktaumatölti með góðum árangri en það virðist vera hans besta grein.Elísa_flötur

Lukka frá Bjarnanesi Lukka er 1. verðlauna hryssa undan Seif frá Prestsbakka og gæðingamóðurinni Snældu frá Bjarnanesi. Ræktandi hennar og eigandi er Olgeir Ólafsson en hann var svo góður að treysta mér fyrir því að þjálfa Lukku og keppa á henni. Síðast tímabil var okkar fyrsta og það gekk vonum framar. Við komumst í A-úrslit á stærstu mótum þessa árs. Í fjórgangi fórum við hæðst í 6,90 í forkeppni og 6,97 í úrslitum. Lukka er náttúru gæðingur með allar gangtegundir góðar, og jafnvíg í Íþróttakeppni og Gæðingakeppni.

elísa_LUKKA

Hefuru prófað annað hestakyn en Íslenska hestin: Já, í fyrra haust prófaði ég Þýskan dressúr hest, en ég er ekki allveg með á hreinu hvað kynið heitir.

Mikilvægast að muna við þjálfun hrossa: Að sýna hestunum alltaf skilning því hann vill miklu frekar vera útí stóði að éta gras en að hlaupa með þig á bakinu.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD