Vesturlandsdeildin 2018 – laus pláss

Vesturlandsdeildin 2018 – laus pláss

Deila

Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum auglýsir laus til umsóknar þrjú laus liðspláss í deildinni á komandi tímabili, veturinn 2018.
Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni í hestaíþróttum sem fram fer í Faxaborg, Borgarnesi. Í vetur etja kappi 7 lið sem saman standa af fjórum til fimm einstaklingum.
Hvert lið sendir þrjá keppendur til leiks í hverja grein og telja allir til stiga í liðakeppninni en 10 efstu hljóta stig í einstaklingskeppninni.
Liðin ráða því sjálf hvort þau tefla fram fjórum eða fimm liðsmönnum í deildinni.
Keppnisgreinar á komandi tímabili verða Eftirfarandi. Í stafrófsröð:
Fimmgangur

Fjórgangur

Flugskeið

Gæðingafimi

Slaktaumatölt

Tölt
Deildin er nú í fyrsta sinn opin öllum til þátttöku óháð búsetu.
Umsóknir berist á netfangið vesturlandsdeild@gmail.com í síðasta lagi 20. október n.k.
Með umsókninni þurfa að fylgja upplýsinar um alla liðsmenn og tilnefna skal einn þeirra sem liðsstjóra.
Sækist fleiri en þrjú lið þáttöku í deildinni verður haldin úrtaka um lausu sætin í lok janúar.
Stjórn Vesturlandsdeildarinnar.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD