UNGIR OG EFNILEGIR: SIGRÚN RÓS

UNGIR OG EFNILEGIR: SIGRÚN RÓS

Deila

Nafn: Sigrún Rós Helgadóttir

 

Aldur: 20. ára

 

Stjörnumerki: Sporðdreki

 

Hestamannafélag: Skuggi

 

Fyrirmynd: Mín helsta fyrirmynd er fyrrum reiðkennarinn minn Reynir Aðalsteinsson. Hann var aðal kennarinn minn þegar ég var yngri og ég leit alltaf mikið upp til hans, og geri enn. Einnig vil ég nefna Jakob Svavar Sigurðsson og Helgu Unu Björnsdóttur.

 

Hvenær dastu seinast af baki: Í sumar af ungri meri en ég vil kenna hundinum um það 😉

 

Sætasti sigurinn: Þeir hafa verið margir sætir í gegnum árin eins og til dæmis sigur á fjórðungsmóti 2009. En minn sætasti var kanski í sumar þegar ég sýndi mitt fyrsta kynbótahross en það var hryssan mín hún Halla frá Kverná.

 

Mikilvægast í hestamennskunni: Gleyma því ekki afhverju maður byrjaði í hestum. Hafa áhuga á því sem maður er að gera og hafa trú á sjálfum sér og hestinum.

 

Hvernig hnakki ríðuru í: Þessa stundina er ég í Draupni en ég hef einnig verið í Hrímni

 

Ætlaru að keppa í meistaradeild æskunnar: Nei er orðin of gömul í það

 

Uppáhalds graðhestur: Skýr frá Skálakoti hefur verið í miklu uppáhaldi og hef ég fengið að kynnast skemmtilegum afkvæmum undan honum. En þessa stundina er í uppáhaldi hestur sem heitir Hektor frá Hamrsey, ungur hestur sem ég hef mikla trú á.

 

Hvað hefuru verið lengi í hestum: Alla ævi

 

Skemmtilegast við hestamennskuna: Sjá framfarir hjá sér og hestinum sínum og vera út í nátturinni og gleyma stað og stund.

 

Hvað þarf til að ná árangri í hestum: Fyrst og fremst hafa áhuga á að bæta sjálfan sig og hestinn og hafa trú á verkefninu. Vera gagnríninn og tilbúinn að prufa nýja hluti.

 

Hvernig undirbýrðu þig og hestin þinn fyrir keppnisdaginn: Ég vil leggja áherslu á að breyta sem minst út af vananum. Ég legg mikið upp úr því að hestinum mínum líði vel eins og alla daga og að hann sér hreinn og vel til hafður og vel hvíldur en ég vil helst ekki þjálfa mikið dagana fyrir mót frekar leggja upp með að þjálfunin sé létt og skemmtileg.

 

Nefndu 2 keppnishesta sem þú hefur keppt á með góðum árangri og segðu frá uppbyggingu ykkar saman á vellinum:

Biskup frá Sigmundarstöðum

Fjölskyldan mín keypti Biskup af Reyni þegar hann var 6. vetra gamall og um sumarið tók ég við þjálfuninni á honum. Við vorum saman í 10 ár en ég byrjaði að keppa á honum veturinn 2008. Sumarið 2009 sigruðum við barnaflokk á Fjórðungsmóti sem var mjög óvæntur og skemmtilegur sigur. Saman höfum við keppt í flestum greinum tölti, fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingakeppni og náð góðum árangri svo sem úrslit á Reykjavíkurmeistaramót og fjórðungsmóti og fl. Hann var minn besti kennari en er núna kominn með frábært hlutverk á nýjum stað hjá vini mínum Matthíasi Sigurðssyni.

22207437_10210145074889288_574228008_n

Halla frá Kverná

Ég keypti Höllu um haustið áður en ég byrjaði 1. árið á Hólum. Hún var þá 5.vetra. Planið var að stefna með hana á 3. árið sem allhliða hestur í skólann. Þrátt fyrir ungan aldur höfum við farið saman á mörg mót en í sumar fórum við í úrslit á bæði Reykjarvíkurmeistaramóti og Fjórðungsmóti. Toppurinn var svo þegar ég sýndi hana í sumar í 1. verðlaun en það var mín fyrst kynbótasýning. Núna er hún með mér á Hólum og er nemendahesturinn minn á 3. ári. Hún er algjör snillingur næm og skemmtileg hryssa sem hefur kennt mér margt og ég hlakka mikið til framhaldsins með hana.

 Sigrún (2 of 4)

Hefuru prófað annað hestakyn en Íslenska hestin: Nei því miður en það er eitthvað sem mig langar mikið til að gera.

 

Mikilvægast að muna við þjálfun hrossa: Vera nákvæmur og samkvæmur sjálfum sér.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD