Landsmót 2018: Nökkvi mun mæta enn betri en áður!

Landsmót 2018: Nökkvi mun mæta enn betri en áður!

Deila

 

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili mun mæta á Landsmót 2018 og stefnir knapi hans Jakob Svavar Sigurðssopn á að endurtaka leikinn frá Hólalandsmótinu 2016 og sigra B-flokkinn. „Ég mun mæta  með Nökkva aftur enn flottari en síðast“ sagði Jakob Svavar glaðbeittur  í samtali við Hestafréttir. Hann sagði hestinn vera kominn á hús fyrir viku í fínu standi eftir sumarlanga dvöl með hryssum í haga.

Nokkvi-tbikar

Ætlunin væri að byrja nú að byggja hestinn upp og stefnan væri tekin á Landsmóti 2016. Jakob Svavar segir hestinn einstaklega frískan og skemmtilegan og nú sé bara að halda áfram að bæta og byggja upp enda eigi þeir töluvert inni enn.

 

Nökkvi er fæddur árið 2008 í eigu Einars Eylerts Gíslasonar, en eigendur hans núna eru Nökkvafélagið og Frímann Frímannsson. Nökkvi er undan Aðli frá Nýjabæ og Láru frá Syðra-Skörðugili, en hún er dóttir Glampa frá Vatnsleysu. Undan Nökkva er skráð aðeins 61 afkvæmi svo merkilegt sem það er, en þeim mun fjölga mikið á næstu árum miðað við notkun hans eftir Landsmótið 2016. Í kynbótadómi hefur Nökkvi hlotið 8.40 fyrir byggingu en 8.53 fyrir hæfileika og er því með 8.48 í aðaleinkunn.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD