54 nemendur stunda reiðmennsku og reiðkennslu, við Hestafræðideild Háskólans á Hólum

54 nemendur stunda reiðmennsku og reiðkennslu, við Hestafræðideild Háskólans á Hólum

Deila

Alls eru núna nemendur frá níu þjóðlöndum auk íslands við nám í Háskólanum á Hólum, samhvæmt upplýsingum frá Sveini Ragnarsyni kennara við skólan. Hestafréttir höfðu samband við Svein í hversu margir eru þar við nám og hvaðan úr heiminum nemendur koma.

Hversu margir stunda nú nám í hestafræðum við Háskólann á Hólum?

Sem stendur eru 54 nemendur í námi í reiðmennsku og reiðkennslu, við Hestafræðideild Háskólans á Hólum.

Er alltaf svipaður fjöldi nemenda í bekkjum frá ári til árs?

Við tökum kringum 20 nýnema inn, árlega.

Hvaðan koma nemendurnir, frá hvaða löndum auk Íslands?

Eins og er, eru hér nemendur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu; Bretlandi og Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa einnig verið nemendur frá Sviss, Kanada og Hollandi.

Hvert er hlutfallið milli íslenskra og erlendra nemenda?

Það er nokkuð breytilegt milli ára – nú eru 23 erlendir nemar við deildina.

Hvað er Hólaskóli með mörg hross sem notuð eru við kennslu?

Við notum nærri öll okkar hross við kennsluna. Skólahestarnir eru núna 40 að störfum, 10 eru í þjálfun til að verða skólahestar og 15 eru í tamningu/þjálfun. Við notum ungu tryppin í kennslu í fortamningum ofl.

En hvað mörg hross tekur skólinn frá öðrum árlega til tamninga og þjálfunar hjá nemendum?

Við höfum um árabil átt í góðu samstarfi við hrossaræktendur í landinu þannig að þeir lána okkur hross til kennslu nemenda á 2. ári og greiða í staðinn þann kostnað sem kemur á hrossið á meðan á dvöl þess stendur s.s. stíuleigu, fóður, járningar, ormalyf, tannskoðun ofl. Þetta eru u.þ.b. 100 hross.á ári.

Hversu mörg hross rúma öll hesthúsin á Hólum?

Við höfum pláss fyrir 270 hross miðað við einn hest í stíu.

Eru einhverjar nýjungar í starfsemi skólans í vetur, eitthvað sem ekki hefur veruið gert áður?

Skólinn er í sífelldri þróun og framför. Sem dæmi um nýjung í starfseminni er sameiginlegar sýnikennslur þarsem nemendur á öllum þrem árunum sem og starfsmenn sitja sameiginlega sýnikennslu reiðkennara. Einnig höfum við aukið aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga og þjálfara. T.d. er Þorvaldur Árnason að koma til okkar í október og Jakob Sigurðsson í nóvember.

Hversu margir kennarar eru við hestabrautina? Fastráðnir? Stundakennarara?

Það starfa 10 fastráðnir kennarar við deildina, þarfaf eru rúmlega 5 stöðugildi í reiðkennslu og 5 stöðugildi í rannsóknum , kennslu og stjórnun. Einnig koma að deildinni nokkrir stundakennarar þetta árið sem kenna sérhæfð námskeið s.s. íþróttasálfræði og járningar eða hluta úr námskeiðum t.d. í kennslufræðinni og knapaþjálfun.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD