Árshátíð Vestlenskra hestamanna

Árshátíð Vestlenskra hestamanna

Deila

Komið er að Hestamannafélaginu Skugga að halda árshátíð Vestlenskra hestamanna og verður hún haldin í félagsheimilinu Lyngbrekku laugardaginn 18. nóvember n.k.Þriggja rétta kvöldverður – skemmtidagskrá og dans með Einari Þór og Rikka fram á nótt.

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald síðan kl. 20 undir öruggri veislustjórn varaformanns LH, Jónu Dísar Bragadóttur.

Allt þetta fyrir litlar 7.500. – kr.

Pantanir þurfa að berast til [email protected] eða [email protected] fyrir 13. nóvember n.k.

Icelandair Hótel Hamar og Egils Guesthouse ehf eru með sértilboð fyrir hestamenn þessa helgi.

Boðið verður upp á sætaferðir úr Borgarnesi.

Vonar undirbúningsnefndin að sem flestir mæti til að eiga skemmtilega kvöldstund í góðum félagsskap.

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD