Viðtal við Guðjón Gunnarsson “Nonna tamningamann”

Viðtal við Guðjón Gunnarsson “Nonna tamningamann”

Deila

Hestamennskan hefur sjaldan verið eins lifandi hér í Víðidal á þessum árstíma líkt og nú. Mikið hefur sést bæði til áhugafólks og auk tamningamanna. Blaðamaður Hestafrétta gat ekki annað en tekið einn þeirra tammningamanna að tali þar sem hann kom ríðandi fram hjá í rigningunni á glæsilegu brúnu tryppi. Það var hann Guðjón Gunnarsson eða Nonni tamningamaður eins og hann er kallaður hér í dalnum.

Nú hefur þú verið iðinn í hnakknum hér í Víðidal frá því í sumar og það virðist ekki skipta máli hvernig viðrar?

Hvenær byrjaðir þú í hestamennsku og hvar?

“Ég byrjaði um leið og ég gat farið að labba, pabbi var í hestum og fór ég snemma að fara með honum uppí hesthús og á bak.”

Hefur þú verið að keppa mikið?

“Nei ekki mikið en af og til hér á höfuðborgarsvæðinu, og stefni ég á það að fara gera meir úr því á næsta ári.”

Verður þú áfram hér í Víðidal?

„Nei það stendur til að flytja á Blönduós og er ég nú þegar búinn að taka á leigu reiðhöllina ásamt hesthúsinu þar í bæ. Þar ætla ég að reka tamningastöð samhliða því að taka að mér einhverjar járningar. En húsið tekur 17 hross og verð ég önnum kafinn að sinna þeim. „

Ertu búinn að fylla öll pláss fyrirfram?

„Nei það er ég nú ekki en ég er með ca. 10 pláss pöntuð en vonandi fæ ég einhverja heimamenn til að koma með hross til mín í tamningu.”

Af hverju Blöndós?

„Konan mín er úr Húnavatnssýslu og við erum með hrossin í hagabeit þar þannig að það lá vel við ásamt því að aðstaðan er frábær og finnst okkur þetta vera góður staður og stutt í allar áttir bæði til Reykjavíkur og á mínar heimaslóðir sem er Fáskrúðsfjörður.” Segir Nonni og hlær.

Nonni á 5 vetra hesti sem hann tamdi “Bassi frá Litla-Laxholti” “
Áttu einhverja fyrirmynd í hestamennskunni?

“Pabbi var náttúrulega mín fyrirmynd en ef þú vilt að ég tali um einhvern af þessum frægu köllum er það án efa Diddi Bárðar en ég gæti talið upp endalaust af flottum knöpum.” Sagði Nonni að lokum og hló, og reið af stað út í grenjandi rigninguna á flottu tryppi.

 

Hér er Nonni á 3 vetra trippi undan Andra frá Vatnsleysu
Hestafréttir óska Nonna góðs gengis á nýjum stað.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD