UNGIR OG EFNILEGIR: SNÆDÍS BIRTA

UNGIR OG EFNILEGIR: SNÆDÍS BIRTA

Deila

UNGIR OG EFNILEGIR

 

Nafn:  Snædís Birta Ásgeirsdóttir

 

Aldur: 17 ára

 

Stjörnumerki: Tvíburi

 

Hestamannafélag: Fákur

 

Fyrirmynd: Mín helsta fyrirmynd er Eyrún Ýr Pálsdóttir. Hún er algjör snillingur, frábær knapi og ég lýt mikið upp til hennar.

 

Hvenær dastu seinast af baki: Ætli það hafi ekki verið síðasta sumar þegar trippi hrekkti mig vel og ég flaug af.

 

Sætasti sigurinn: Mér finnst allir þessi litlu, persónulegu sigrar lang skemmtilegastir. Ég er í keppni við sjálfan mig og engan annan.

 

Mikilvægast í hestamennskunni: Það sem mér finnst mikilvægast er að hafa gaman.

 

Hvernig hnakki ríðuru í: Top reiter 9,61.

 

Ætlaru að keppa í meistaradeild æskunnar: Já það er planið.

 

Uppáhalds graðhestur: Það eru margir graðhestar sem standa upp úr hjá mér. Er búin að halda lengi upp á Kvist frá Skagaströnd, alveg frá því ég byrjaði í hestum. Síðasta vetur eignaðist ég svo Össur frá Kjartansstöðum sem er rosalega efnilegur. Stefnan er að sýna hann næsta vor og er hann í miklu uppáhaldi. Svo er auðvitað Spuni frá Vesturkoti algjör snillingur.

 

Hvað hefuru verið lengi í hestum: Ég hef alltaf frá því ég man eftir mér verið með brennandi áhuga á hestum og kom mér sjálfri í hestana. Óskaði eftir að komast í hesthús að moka skít og bara fá að vera í kring um hesta. Yndisleg kona hafði samband við mig og leyfði mér að vera með sér uppí hesthúsi og ríða út með sér. Svo fékk ég minn fyrsta hest þegar ég var 13 ára gömul og síðan þá er búið að bætast nokkuð í stóðið og ég búin að ná pabba með mér í þetta.

 

Skemmtilegast við hestamennskuna: Það er allt skemmtilegt við hestamennskuna. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að umgangast þessi dýr og að sjá árangur hjá bæði sér og hestinum með hverjum deginum sem líður.

 

Hvað þarf til að ná árangri í hestum: Ég er búin að læra það að það er ekki nóg að hafa góðan hest. Maður sjálfur þarf að vera í góðu standi. Til að ná árangri þá þarf maður að hugsa líka um sig sjálfan.

 

 

Hvernig undirbýrðu þig og hestinn þinn fyrir keppnisdaginn: Ég reyni að fara sem minnst út úr vananum. Tek bara létta æfingu, baða svo alltaf hestinn og þríf hnakkinn minn og reiðtygin degi fyrir keppni. Hugsa líka um mig sjálfa, fer snemma að sofa og borða góðan mat. Svo á keppnisdaginn sjálfan finnst mér gott að vera í kring um hestinn, hlusta á tónlist og taka því rólega.

 

Nefndu 2 keppnishesta sem þú hefur keppt á með góðum árangri og segðu frá uppbyggingu ykkar saman á vellinum:

 

Rauðskeggur frá Kjartansstöðum : Upphaflega var Rauðskeggur keyptur sem reiðhestur fyrir pabba. Ég reið honum út til gamans og það mætti segja að ég hafi stolið honum af pabba. Ég hef sigrað nokkur minni mót á honum og einnig verið í úrslitum á honum á helstu mótum. Við fórum saman á Landsmót 2016 og tókum þátt í Meistaradeild æskunnar síðasta vetur. Árangurinn á þessum hesti kom mér mikið á óvart þar sem ég leit alltaf á þennan hest sem reiðhestinn hans pabba en ekki keppnishest og hefur þessi hestur kennt mér mikið.

 

Hildur frá Flugumýri : Ég er ekki búin að vera með Hildi lengi en ég fékk hana núna í ágúst á þessu ári. Ég og pabbi fórum og prófuðum hesta út um allt land en um leið og ég prófaði Hildi, tengdi ég strax við hana og vissi að hún væri rétti hesturinn. Við tókum þátt í Gæðingaveislu Sörla og stóðum okkur vel miðað við það að ég var bara búin að vera með hana í viku. Við vorum í úrslitum og fór árangurinn langt fram úr vonum. Þetta var góð byrjun á okkar keppnisferli og munum við sjást mikið á vellinum á næsta keppnistímabili.

 

 

 

Hefuru prófað annað hestakyn en Íslenska hestin: Já, þegar ég var búsett úti í Malasíu. Við fjölskyldan skruppum til Tailands í nokkra daga og fór ég í reiðskóla þar. Riðum út á ströndinni í 35-40 stiga hita. Þetta var svakaleg upplifun og rosalega skemmtilegt en ég myndi segja að íslenski hesturinn sé skemmtilegri heldur en hestarnir úti.

 

 

Mikilvægast að muna við þjálfun hrossa: Það sem mér finnst mikilvægt við þjálfun hrossa er að bera virðingu fyrir þeim því þetta eru lifandi dýr með tilfinningar og karakter. Það skiptir líka miklu máli að umbuna þeim fyrir það sem þau gera vel. Ég vil stuðla að jákvæðri þjálfun þar sem mjúk og góð vinnubrögð eru í fyrirrúmi.

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD