Kynning á hestamennsku fyrir MS félaga.

Kynning á hestamennsku fyrir MS félaga.

Deila

í gærkvöld miðvikudagskvöld, efndu Hestamannafélagið Léttir og Hestaleigan Kátur til kynningar á hestamennsku fyrir MS félaga í Léttishöllinni, en það er einstaklingar sem greinst hafa með MS sjúkdóminn.

 

Það var góður hópur og glaður sem mætti og skellti sér á bak og var einkar ánægjulegt að sjá jafnvel fólk úr þessum hópi vera að koma á hestbak í fyrsta skipi í áratugi. Tókst þessi kynning afar vel. Stefnt er að því að vera með aðra svona kynningu fljótlega og svo í framhaldinu að setja á fót hestahóp MS félaga.

Heimasíða Léttis var á staðnum með myndavélina.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD