Fákshöllin tekur á sig nýja mynd

Fákshöllin tekur á sig nýja mynd

Deila

Mikið hefur verið að gera hjá Fáksmönnum síðastliðin misseri. Nýr framkvæmdarstjóri tók við á dögunum og hefur undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil verið í fullum gangi. Verið er að gera nýja kynbótabraut fyrir Landsmót sem haldin verður á Fákssvæðinu næsta sumar ásamt því að reiðhöllin er að taka á sig nýja mynd. Búið er að skipta um efni í höllinni ásamt því að salurinn sem ekki hefur verið mikið notaður er að verða stórglæsilegur. Nú þegar er byrjað að nota hann. Glæsileg málverkasýning Maggí Mýrdal er í gangi alla helgina ásamt því að verið er að undirbúa stórviðburgði eins og Meistaradeild Æskunnar og Meistaradeil Cintamani. Hér má sjá viðtal við nýráðinn framhvæmdarstjóra Þórir Örn Grétarsson.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD