Úrslit frá folaldasýningu Glaums

Úrslit frá folaldasýningu Glaums

Deila

Folaldasýning hestaáhugafélagsins Glaums var haldin þann 11. nóvember með pompi og prakt.

Sýningin fór fram í reiðhöllinni í Vorsabæ 2, þátttaka var góð og folöldin hvert öðru efnilegri.

Dómari var Páll Bragi Hólmarsson og lýsti hann eiginleikum folaldanna vel.

Einnig fór fram leynileg kosning meðal áhorfenda fyrir glæsilegasta folaldið að sínu mati.

Úrslit urðu þessi:

Flokkur hryssna:

1. sæti: Garún frá Steinsholti 2 rauðstjörnótt

F: Kjarni frá Þjóðólfshaga

M: Tíbrá frá Hvítárholti

Eigandi: Kari Torkildsen

2. sæti: Gríma frá Efri Brúnavöllum rauðskjótt

F: Sæþór frá Staðarholti

M: Eik frá Stóru- Hildisey

Eigandi: Hermann Þór Karlsson

3. sæti: NN frá Galtaflöt brún

F: Hreyfill frá Vorsabæ 2

M: Kráka frá Hvítárholti

Eigandi: Halla Sigurðardóttir

Flokkur hesta:

1. sæti: Glampi frá Skeiðháholti rauður

F: Draupnir frá Stuðlum

M: Hrefna frá Skeiðháholti

Eigandi: Tanja Rún Jóhannsdóttir

2. sæti: Vörður frá Vorsabæ 2 rauður

F: Arður frá Brautarholti

M: Evíta frá Vorsabæ 2

Eigandi: Björn Jónsson

3. sæti: Amor frá Ósabakka brúnn

F: Hreyfill frá Vorsabæ 2

M: Brúa frá Efri-Brú

Eigandi: Jökull Helgason

Glæsilegasta folaldið að mati áhorfenda:

Gríma frá Efri Brúnavöllum

Eigandi: Hermann Þór Karlsson

Stjórn Glaums þakkar öllum áhorfendum og þátttakendum kærlega fyrir daginn!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD