UNGIR OG EFNILEGIR- ATLI FREYR

UNGIR OG EFNILEGIR- ATLI FREYR

Deila

Nafn: Atli Freyr Maríönnuson

Aldur: 19 ára

Stjörnumerki: Hrútur

Hestamannafélag:

Eins og er Sleipnir

Fyrirmynd:

Ég á mér margar fyrirmyndir en ég hef alltaf litið mikið upp til Daníels Jónssonar

Hvenær dastu seinast af baki:

Það var núna í sumar, það var hestur sem datt kylliflatur á hliðina

Sætasti sigurinn:

Ætli það hafi ekki verið fyrsti sigurinn í barnaflokki en annars var virkilega skemmtilegt að ríða í fyrsta sinn yfir 7 í tölti

Mikilvægast í hestamennskunni:

Að þykja vænt um hestinn og finnast skemmtilegt að þjálfa og bæta hestinn sinn

Hvernig hnakki ríðuru í:

Topreiter start

Ætlaru að keppa í meistaradeild æskunnar:

Nei orðinn alltof gamall í það

Uppáhalds graðhestur:

Ófeigur Frá Flugumýri er einn af uppáhalds og Arion Frá eystra-Fróðholti er mjög ofarlega líka!

Hvað hefuru verið lengi í hestum:

Ég hef nú alltaf verið í kringum þá

Skemmtilegast við hestamennskuna:

Allt við hestamennsku er skemmtilegt! En toppurinn er að ríða alvöru gæðingi

Hvað þarf til að ná árangri í hestum:

Þykja vænt um hestinn sinn er mjög mikilvægur hlutir sem að ég hugsa um. Maður á að koma framm við hestinn af virðingu. Það þarf að hafa gaman að því sem að við erum að gera í hestamennskunni og vera skipulagður og hugsa um hvað þú ert að gera og villt ná fram í hestinum og hvert þín stefna er!

Hvernig undirbýrðu þig og hestin þinn fyrir keppnisdaginn:

Passa að allt sé í topp standi, að hestinum líði vel og er tilbúinn fyrir komandi verkefni. Oftast fer ég léttan reiðtúr daginn fyrir mót til þess að hafa hestinn ferskan og mjúkann, baða hann eftir þörfum og hef hann vel til hafðan , geri vel við hann gef honum fóðubæti og leyfi honum vera mikið úti. Með sjálfan mig þá reyni ég að fara að sofa snemma þannig að ég sé tilbúinn á keppnisdaginn, fæ mér góðan morgunmat. Ég vill hafa næði þegar ég er að gera mig klárann, skipulegg upphitun helst daginn fyrir og fer svo yfir það í hausnum þegar ég legg á og hugsa um programið vel og vandlega, hvað þarf að passa og vera í lagi.

Nefndu 2 keppnishesta sem þú hefur keppt á með góðum árangri og segðu frá uppbyggingu ykkar saman á vellinum:

Tangó Frá Gljúfurárholti er hestur sem að móðir mín ræktaði og á. Hann er 6 vetra undan Braga Frá kópavogi og ósýndri meri undan Geisla Frá litlu-sandvík þannig að það er tvöfaldur Ófeigur sem er algjör draumur! Að mínu mati er Tangó virkilega efnilegur alhliða hestur með allar gangtegundir nokkuð góðar. Ég byrjaði að keppa á Tangó núna í vetur og gekk það mjög vel fyrsta skipti í hringvallakeppni fór hann í 6.45 í fjórgangi og höfum við aðeins verið að spreyta okkur í því en því miður slasaðist hann í vor þar af leiðandi náði ég ekki að keppa á honum í sumar

Óðinn Frá Ingólfshvoli er 12.vetra undan stólpa hrossunum Þóroddi Frá Þóroddsstöðum og Geysis dóttirinni Elju Frá Ingólfshvoli. Óðinn er sá hestur sem hefur kennt mér hvað mest. Hann er búinn að vera frábær kennari . Ég byrjaði að keppa á Óðni árið 2012 þá fór ég með hann í firmakeppni, þá var hann varla taminn búið að fara nokkrum sinnum á hann og tókþá við þjálfun á honum og var með hann veturinn 2013, um vorið byrjaði ég svo að keppa aðeins á honum. Árið 2014 byrjaði okkur svo að ganga vel og komust við á landsmót. Aðallega hef ég keppt á Óðni í tölti og B-flokk og virðist hann ennþá vera að bæta sig þannig það er spennandi að sjá hvernig við komum undan vetrinum

Hefuru prófað annað hestakyn en Íslenska hestin:

já prófaði hindrunarstökks hesta útí svíþjóð

Mikilvægast að muna við þjálfun hrossa:

Að halda gleðinni, þykja vænt um hestana og hugsa vel um þá

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD