UNGIR OG EFNILEGIR- FINNBOGI

UNGIR OG EFNILEGIR- FINNBOGI

Deila

Nafn: Finnbogi Bjarnason

 

Aldur: 21 árs

 

Stjörnumerki: Vatnsberi

 

Hestamannafélag: Skagfirðingur

 

Fyrirmynd: Auðvitað gamli, Bjarni Jónasson og svo reynir maður að taka einhverja punkta frá öðrum meðal annars fylgist ég mikið með Jakobi Svavari Sigurðssyni.

 

Hvenær dastu seinast af baki: haha ég datt af baki í sumar í úrslitum í A-flokk.

 

Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki Íslandsmeistaratiltill í Tölti ungmenna í sumar á Randalín en einnig þegar við riðum okkur inn í landsliðið ásamt fleiri litlum sigrum.

 

Mikilvægast í hestamennskunni: Númer eitt, tvö og þrjú: metnaður, dugnaður og þolinmæði.

 

Hvernig hnakki ríðuru í: TopReiter Spirit og Tølthester dýnu.

 

Ætlaru að keppa í meistaradeild æskunnar: Nei, er orðinn alltof of gamall í það.

 

Uppáhalds graðhestur: Kjerúlf frá Kollaleiru og Hróður frá Refsstöðum, er virkilega hrifinn af afkvæmunum þeirra.

 

Hvað hefuru verið lengi í hestum: Frá því að ég man eftir mér en ég fór ekki að keppa fyrr en um 13 ára.

 

Skemmtilegast við hestamennskuna: Þjálfa og kynnast mismunandi hestum.

 

Hvað þarf til að ná árangri í hestum: Fyrst og fremst áhuga og svo finnst mér mjög mikilvægt að vera sjálfsgagnrýnin.

 

Hvernig undirbýrðu þig og hestinn þinn fyrir keppnisdaginn: Það er engin sérstök rútína en mamma þær hvítu buxurnar og kærastan baðar og pússar hestinn. Á meðan förum við pabbi yfir búnað og prógrammið.

Nefndu 2 keppnishesta sem þú hefur keppt á með góðum árangri og segðu frá uppbyggingu ykkar saman á vellinum:

 

Roði frá Garði:
Við fengum Roða í þjálfun snemma. Hann er fæddur 2004 og er undan Jór frá Gýgjarhóli og Elvu frá Garðil. Ég var með Roða í um 2 ár. Við kepptum á ófáum mótum saman á stuttum tíma þá aðallega í tölti. Meðal annars lentum við í þriðja sæti í tölti á Íslansmótinu í Spretti 2015 og fórum hæst í 7,53 í tölti. Roði er stóðhestur með einstakt geðslag sem nú er staddur í Svíþjóð.

 

Blíða frá Narfastöðum:

Blíða er rætkuð af pabba og er fædd 2007. Hún er undan Golu frá Brún og Hnokka frá Þúfum. Ég byrjaði með hana 6 vetra og hefur hún verið ein af þeim sem hefur kennt mér mest. Við kepptum mikið í fjórgang og slaktaumatölti, tveimur landsmótum og mörgum Íslansmótum. Við lentum meðal annars í fjórða sæti í T2 á Íslandsmótinu í Spretti 2015 og fimmta sæti í T2 á Íslandsmótinu í Borgarnesi 2016 en hún fór til Sviss núna í vor.

 

 

en auðvitað verð ég að nefna Randalín frá Efri-Rauðalæk og Dyn frá Dalsmynni en þau voru mín aðalkeppnishross þetta sumarið en þau eru bæði farin út, Randalín til Sviss og Dynur til Þýskalands.

 

Hefuru prófað annað hestakyn en Íslenska hestin:  Já, ég fór á Pony hest í Sviss þegar ég var lítill.

 

Mikilvægast að muna við þjálfun hrossa: Hafa þetta sem skemmtilegast fyrir bæði hesta og menn.

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD