Hrossaræktarfélags Flóahrepps

Hrossaræktarfélags Flóahrepps

Deila

Stofnfundur Hrossaræktarfélags Flóahrepps mun fara fram fimmtudagskvöldið 7.desember kl. 20:30 í Þingborg. Eftir fund verður boðið upp á kaffiveitingar.

Nýja Hrossaræktarfélagið er ætlað að taka við verkefnum eldri hrossaræktarfélaga í hreppnum.

Við hvetjum alla, jafnt unga sem aldna, til að mæta á fund og verða þar með stofnfélagar í nýju Hrossaræktarfélagi Flóahrepps.

Á fundinum mun undirbúningsnefnd leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórn sem mun starfa fram að fyrsta aðalfundi félagsins, en hann mun fara fram í byrjun næsta árs. Við óskum hér með eftir fólki sem hefur áhuga á að taka sæti í þessari fyrstu stjórn nýs félags. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við formenn eldri hrossaræktarfélaga fyrir 4.desember næstkomandi. Þar sem búið verður að stilla upp bráðabirgðastjórn fyrir fundinn þarf enginn að óttast það að vera kosinn óvænt í stjórn.

Kynning á stofnskrá/Lög fyrir Hrossaræktarfélag Flóahrepps, verður hægt að sjá á heimasíðu.

http://hross.weebly.com/

Undirbúningsnefnd

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD