Alltaf svínahamborgarahryggur sem mamma eldar, Viðtal við Kristíni Lárusdóttir og fjölskyldu

Alltaf svínahamborgarahryggur sem mamma eldar, Viðtal við Kristíni Lárusdóttir og fjölskyldu

Deila

Hestafréttir höfðu samband við nokkra hestamenn á dögunum fyrir jól og spurðum út í jólin, og hvernig vinnan við hrosin eru yfir hátíðarnar. Hér er töluðum við Kristíni Lárusdóttir fyrrum heimsmeistara í Tölti og hennar fjölskyldu.

Gjafir yfir hátíðardagana eru yfirleitt svipaðar og aðra daga. Ekki gefið meira því það er heldur minna riðið út. Það er stundum laumast með smá köggla í uppáhaldshrossin. Gefum sama hey og aðra daga. Hrossin eiga frí yfir allra heilugustu dagana nema það er kannski farið á sparihrossin í skemmtireiðtúr þegar allir eru búinir að éta yfir sig og fá ógeð á mat og nammi. Það hittist þannig á núna að hrossunum fækkar aðeins yfir jólin. Frumtamningartryppi eru að fara en hesthúsið verður fyllt aftur 1.janúar af hrossum sem eru núna í pásu síðan í haust. Nýársdagur er oft notaður í það að reka inn stóðið og taka inn hross sem á að fara að þjálfa.

Útigangnum er alltaf gefið vel á aðfangadag og gamlársdag

Þar sem við búum á hjara veraldar þá þurfum við ekki að hafa áhyggur að hrossin tryllist við flugelda og við höfum vit á því að sprengja okkur flugelda á Klaustri hahahaha

Kíkjum alltaf í hesthúsið þegar við komum heim og slökkvum. Höfum alltaf kveikt ljósin á gamlárdagskvöldi.

Kvöldgjöfum er lokuð upp úr 5 á aðfangadag og gamlársdag því við þurfum að koma okkur upp á Klaustur og þykjumst aðstoða við eldamennskuna.

Við erum alltaf á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld upp á Klaustri hjá mömmu (Kristínar)

Á aðfangadagskvöld er alltaf svínahamborgarahryggur sem mamma eldar. Vonandi að hún hafi ekki keypt einhvern gamlan gölt frá Spáni þetta árið sem er fullur af pencillíni. Henni gæti verið farið að förlast því hún er að verða svo gömul en hún verður 70 ára í febrúar. Ef maður ætlar að kaupa íslenskt svínakjöt þá verður maður að leita vel á umbúðunum til að sjá upprunalandið.

Alltaf heimagerður ís í eftirrétt með möndlu

Fjölskyldan á Syðri Fljótum óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á Landsmótsári

Deila
Fyrri greinNafnasamkeppni!
Næsta greinDjákninn á Myrká

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD