Landsmót 2018 nálgast: Allir sigurvegarar í flokkum stóðhesta á LM 2016 enn...

Landsmót 2018 nálgast: Allir sigurvegarar í flokkum stóðhesta á LM 2016 enn á landinu

Deila

Landsmót 2018 nálgast: Allir sigurvegarar í flokkum stóðhesta á LM 2016 enn á landinu

Landsmót 2018 verður sem kunnugt er haldið í Reykjavik í sumar  og eru margir þegar farnir að velta fyrir sér möguleikum sínum þar og eins hverjir aðrir muni mæta til leiks. Á árunum 2016 og 2017 hafa margir þekktir stóðhestar verið seldir úr landi, en þó hefur enginn þeirra sem sigruðu sína aldursflokka á Landsmóti 2016 á Hólum farið utan enn. Þeir gætu því allir mætt í kynbótabrautina aftur hafi eigendur þeirra áhuga á því og ef þeir ná lágmörkum.

Allt eru þetta miklir gammar, en í flokki 4ra vetra fola sigraði Sirkus frá Garðshorni og fékk í aðaleinkunn 8.49, frábær einkunn fyrir svo ungan fola. Mikill gæðingur sigraði einnig flokk fimm vetra stóðhesta með einkunnina 8.67, en það er Forkur frá Breuiðabólsstað. Í flokki sex vetra stóðhesta sigraði gæðingurinn Organisti frá Horni og fékk 8.72 í aðakleinkunn. Og loks í elsta flokki stóðhesta, 7 vetra og eldri stóð uppi sem sigurvegari með 8.82 í aðaleinkunn Ölnir frá Akranesi og er því ólíklegt en ekki ómögulegt að hann mæti aftur. Það verður spennandi að sjá hvort þessir miklu gæðingar mæta aftur til leiks og eins verður spennandi að sjá hvaða samkeppni þeir muni fá, en flokkar 4ra og 5 vetra hesta verða auðvitað alveg skipaðir hestum sem ekki hafa mætt á Landsmót áður.

Svo má einnig minna á, að allt eins líklegt er að stóðhestarnir sem sigrðuðu bæði A og B flokk gæðinga mæti aftur. Jakob Svavar Sigurðsson var sigurvegari með Nökkva frá Syðra-Skörðugili í B-flokki og hann hefur sagt að þeir mæti aftur. Þá er Hrannar frá Flugumýri einnig kominn á hús hjá Eyrúnu Pálsdóttur sem sigraði A-flokkinn á honum, en ekki mun alveg eins harðákveðið hvað verður gert við hann varðandi  LM 2018.

Spennandi hestaár er framundan og Hestafréttir munu fylgjast með!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD