Meistaradeild Líflands og æskunnar – video með kynningu á liðunum

Meistaradeild Líflands og æskunnar – video með kynningu á liðunum

Deila

Nú er janúar loks runninn upp og ekki seinna vænna en að byrja að láta sér hlakka til Meistaradeildar Líflands og æskunnar sem hefst þann 18. febrúar á fjórgangi. Hér er skemmtileg kynning á liðunum ásamt stuttu spjalli við Þóri Haraldsson forstjóra Líflands og þær Jónu Dís Bragadóttur og Helgu Björg Helgadóttur úr stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar. Þeir félagar Hjörvar Ágústsson og Arnar Bjarki Sigurðarson sáu um viðtölin og upptöku myndbandsins.

Kynning á þeim liðum sem taka þátt í Meistaradeild Líflands og æskunnar verður í Líflandi Lynghálsi miðvikudaginn 13. desember á milli kl 17 og 19. Léttar veitingar verða í boði ásamt afsláttum á völdum vörum.

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í annað sinn núna í vetur. Deildin tókst afar vel í fyrra og vakti mikla lukku bæði meðal keppenda og aðstandenda og núna í vetur ætlum við að gera enn betur. Liðin sem taka þátt eru 12 með 4 knöpum hvert þannig að samtals 48 flottir knapar eru skráðir til leiks. Lágmarksaldur knapa er 13 ára á keppnisárinu og hámarksaldur 18 ára á keppnisárinu. Sú breyting er frá því síðast að allir knapar keppa í hverri keppnisgrein en einungis árangur þriggja efstu í hverju liði telur. Meistaradeild Líflands og æskunnar er í senn bæði liða- og einstaklingskeppni. Það lið sem safnar flestum stigum í deildinni stendur uppi sem sigurvegari og það sama er með knapa, sá knapi sem hlýtur flest stig vinnur Meistaradeild Líflands og æskunnar. Keppnisgreinarnar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt, slaktaumatölt, fimi og flugskeið í gegnum höllina. Fimi er ný keppnisgrein í deildinni og verður gaman að sjá knapana ungu leika listir sínar á gólfinu.

18. febrúar kl. 14:00 – fjórgangur

4. mars kl. 14:00 – tölt

18. mars kl. 14:00 – fimmgangur

8. apríl kl. 14:00 – slaktaumatölt

18. apríl kl. 17:00 – fimi, flugskeið og lokahóf

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í TM-reiðhöllinni í Fáki og er ókeypis aðgangur. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á ungu knöpunum okkar.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD