Styttist í að Meistaradeild Cintamani hefjist- Sjá myndskeið frá því í fyrra

Styttist í að Meistaradeild Cintamani hefjist- Sjá myndskeið frá því í fyrra

Deila

Nú styttist í að Meistaradeild Cintamani hefjist en fyrsta keppni verður 1 febrúar. Í fyrra sigraði Bergur Jónsson einstaklingskeppnina, Bergur Jónsson og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum með 45 stig en Bergur hafði tvo sigra fram yfir hann, í tölti og gæðingafimi. Bergur var einnig valinn fagmannlegasti knapinn ásamt liðsfélaga sínum Elin Holst en lið Gangmyllunnar var valið skemmtilegasta liðið.

Það var lið Top Reiter sem sigraði liðakeppninna en á eftir þeim var Hestvit/Árbakki/Svarthöfði í öðru sæti og Gangmyllan í þriðja sæti.

Sigurður V. Matthíasson sigraði flugskeiðið en í öðru sæti var Árni Björn Pálsson á Skykkju frá Breiðholti í Flóa og í því þriðja var Þórarinn Ragnarsson á Hákoni frá Sámsstöðum. Bergur Jónsson sigraði töltið á Kötlu frá Ketilsstöðum og annar var Jakob S. Sigurðsson á Gloríu frá Skúfslæk og í þriðja sæti Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti.

Hér má sjá dagskrá fyrir árið 2018 ásamt myndskeið af sigurvegaranum Bergi og Kötlu ásamt fleyrum frá því í fyrra. Tryggið ykkur áskrift á Meistaradeild Cintamani í tíma! Myndbönd / http://meistaradeild.is/stoedj-2-sport

DAGSKRÁ 2018

Dagsetning Grein Staðsetning
1. febrúar Fimmtudagur 18:30 Fjórgangur V1 Samskipahöllin, Spretti Kópavogi
15. febrúar Fimmtudagur 19:00 Slaktaumatölt T2 Samskipahöllin, Spretti Kópavogi
1. mars Fimmtudagur 19:00 Fimmgangur F1 Samskipahöllin, Spretti Kópavogi
15. mars Fimmtudagur 19:00 Gæðingafimi TM höllin, Fáki Víðidal
31. mars Laugardagur 13:00 Gæðingaskeið og 150m. skeið
6. apríl Föstudagur 19:00 Tölt T1 og flugskeið TM höllin, Fáki Víðidal

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD