Arður frá Efri-Þverá nýr keppnishestur Hinriks Bragasonar!

Arður frá Efri-Þverá nýr keppnishestur Hinriks Bragasonar!

Deila

Arður frá Efri-Þverá nýr keppnishestur Hinriks Bragasonar!

“Ég er mjög ánægður með hestinn og stefni á að nota hann meðal annars í Meistaradeildinni í vetur” sagði Hinrik Bragason í samtali við Hestafréttir, en hann er nýlega búinn að festa kaup á stóðhestinum Arði frá Efri-Þverá. “Það býr mikið í þessum hesti” sagði Hinrik, “og Sigurður Matthíasson er auðvitað búinn að gera frábæra hluti með hann og náð góðum árangri.”

Arður er undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Hornafjarðar-Jörp frá Háfshjáleigu. Ræktandi hestsins er eigandi Eldjárns, Kristjón Benediktsson, en það var Birna Sólveig Kristjánsdóttir sem var eigandi á undan Hinriki. Arður er dökkjarpur á lit, fæddur 2009. Hann hefur hæst hlotið í kynbótadómi 8.07, skeiðlaus eins og mörg afkvæmi Eldjárns. Hann er með fyrir sköpulag 8.07 og fyrir hæfileika 8.18. Það var Guðmundur Björgvinsson sem sýndi Arð í hans hæsta dóm, en áður hafði Jóhann Kristinn Ragnarsson sýnt hann í örlítið lægri einkunn, eða 7.94 og 8.02. Í fjórgangi hefur hann hins vegar oft farið vel yfir 7 í einkunn og verið áberandi hjá Sigðurði á keppnisvöllunum.

Hesturinn verður sem fyrr segir 9 vetra á þessu ári. Engin skráð afkvæmi eru til undan honum.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD