Hulda mætir með Val í fyrstu keppni í Meistaradeild

Hulda mætir með Val í fyrstu keppni í Meistaradeild

Deila

Hulda Gústafsdóttir mætir með Val frá Árbakka í fyrstu keppni í Meistaradeild Cintamani. Hulda og Valur hafa mætt í nokkrar keppnir á síðasta ári með frábærum árangri.

Þegar Hulda mætti fyrst með hestinn þá minnti það á þegar Hinrik mætti fyrst með Hnokka frá Felskoti, mjúkur léttur og fimur með mikinn fótaburð og fas. Það verður gaman að sjá þau í febrúar í Meistaradeildinni þar sem hesturinn er ekki lengur rétt að byrja heldur búinn að sanna sig sem frábæran fjórgangara. Síðan er spurning hvort hann verði arftaki pabba síns og að Hulda stilli honum upp sem töltara einnig?

Valur er undan Hnokka frá Fellskoti og Valdísi frá Árbæ.

Árangur Huldu á Val til þessa er glæsilegur.

Íþróttadómur

Fjöldi: 4

Knapi Keppnisgrein Flokkur Keppni Einkunn/Tími Sæti
Hulda Gústafsdóttir Fjórgangur V1 Meistaraflokkur A úrslit 7,30 1.
Hulda Gústafsdóttir Fjórgangur V1 Meistaraflokkur Forkeppni 6,80 4.
Hulda Gústafsdóttir Tölt T2 Meistaraflokkur A úrslit 7,54 1.
Hulda Gústafsdóttir Tölt T2 Meistaraflokkur Forkeppni 7,07 1.

 

 

Kynbótadómur

Sköpulag      
   
Höfuð 7.5 Djúpir kjálkar – Krummanef
Háls/herðar/bógar 8 Skásettir bógar – Djúpur
Bak og lend 8  
Samræmi 8.5 Hlutfallarétt – Sívalvaxið
Fótagerð 8 Öflugar sinar
Réttleiki 8  
Hófar 8.5 Djúpir – Efnisþykkir
Prúðleiki 7.5  
Sköpulag 8.11  
Kostir      
   
Tölt 9 Há fótlyfta – Skrefmikið
Brokk 8.5 Skrefmikið – Há fótlyfta – Svifmikið
Skeið 5  
Stökk 8.5 Svifmikið – Hátt
Vilji og geðslag 8.5 Reiðvilji – Þjálni
Fegurð í reið 9 Góður höfuðb. – Mikill fótaburður
Fet 8.5 Taktgott – Skrefmikið
Hæfileikar 8.13  
Hægt tölt 8.5  
Hægt stökk 9  
   
Aðaleinkunn 8.12

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD