Uppsveitadeildin 2018 er handan við hornið

Uppsveitadeildin 2018 er handan við hornið

Deila

Útmánuðir í Uppsveitunum eru nýttir til keppni í hestaíþróttum, en Uppsveitadeildin hefst innan skamms í áttunda sinn. Keppnin hefst þann 16. febrúar á fjórgangi í Reiðhöllinni á Flúðum.

Spennandi verður að sjá hvort sigurvegarinn frá í fyrra, Matthías Leó Matthíasson, mæti og reyni að halda titlinum sem sigurvegari í fjórgangi og stigahæsti knapinn í Uppsveitadeildinni. Annar í fjórgangi í fyrra varð Þórarinn Ragnarsson og þrír knapar urðu jafnir í þriðja til fimmta sæti. Var hlutkesti látið ráða sætaskipan.

Uppsveitadeildin er ávalt jöfn og spennandi. Keppnin í ár hefst föstudagskvöldið 16. febrúar kl 19:45 með kynningu á keppendum í Reiðhöllinni á Flúðum.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD