Niðurstöður Eyrar-hólamótaraðarinnar

Niðurstöður Eyrar-hólamótaraðarinnar

Deila

Fyrsta mót í Eyrarhólamótaröðinni var haldið á miðvikudaginn s.l. í Þráarhöllinni á Hólum í Hjaltadal. Skráning fór fram úr væntingum og voru alls 30 skráningar. Dómarar voru Magnús Bragi Magnússon og Elisabeth Jansen. Verslunin KS Eyri veitti vegleg verðlaun, en fyrir 1. sæti voru 15.000 kr. gjafabréf í verslunina, fyrir 2. sæti voru 10.000 kr. og fyrir 3. sæti voru 5.000 kr.

Úrslit:

A úrslit

1. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Dimmir frá Strandarhöfði

2. Fríða Hansen og Kvika frá Leirubakka

3.-4. Klara Sveinbjörnsdóttir og Gola frá Þingnesi

Jón Óskar Jóhannesson og Hljómur frá Gunnarsstöðum

5. Caeli Elisabeth Cavanagh og Þeyr frá Ytra-Vallholti

B úrslit

1. Caeli Elisabeth Cavanagh og Þeyr frá Ytra-Vallholti

2. Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum

3. Pia Rumpf og Hausti frá Syðri-Úlfsstöðum

4. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum

5. Sigrún Rós Helgadóttir og Halla frá Kverná

Eyrar-hólamótaröðin er liða- og einstaklingskeppni þar sem bekkir hestafræðideildarinnar etja kappi hvor við annan og safna stigum eftir hverja grein. Eftir fyrsta mót er 3. ár hestafræðideildar stigahæsti bekkurinn.

Næsta mót verður auglýst á næstu dögum og verður þá fimmgangur, en stúdentaráðið þakkar öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir!

Meðfylgjandi mynd tók Stefán Ásgrímur Sverrisson.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD