Sýnikennsla í Sörla

Sýnikennsla í Sörla

Deila

Sunnudaginn 11. febrúar kl. 17:00 á Sörlastöðum, verður einstakt tækifæri fyrir hestafólk að sjá og heyra hinn breska Petar De Cosemo vera með sýnikennslu í klassískri reiðmennsku. Peter hefur yfir 40 ára reynslu af þjálfun hesta víðsvegar um heiminn. Hann hefur unnið með almennum reiðmönnum, þjálfurum og dómurum. Einnig hefur hann verið þjálfari knapa sem keppa í ólympískum hestaíþróttum. Peter hefur komið til landsins undafarin ár og haldið reiðnámskeið þrisvar til fjórum sinnum ári og er því orðinn ansi kunnugur íslenska hestinum. Þennan viðburð má hestafólk ekki láta framhjá sér fara. Aðgangseyrir er 1500 kr.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD