Skýrsluskil í hrossarækt og einstaklingsmerkingar

Skýrsluskil í hrossarækt og einstaklingsmerkingar

Deila

 

Þegar þetta er ritað eru 445  aðilar búnir að skila skýrslum fyrir árið 2017 í „Heimarétt“  WorldFengs. Það er nokkur fjölgun frá árinu áður, þegar þetta form á skýrsluskilum var fyrst tekið upp. Það var ákveðið að hafa áfram opið á skýrsluskil fyrir árið 2017 til að  reyna að fá fleiri til að spreyta sig á að skila.

Rétt er að minna á að allir sem eru félagsmenn í Félagi hrossabænda eða hestamannafélagi hafa frían aðgang að WorldFeng.  Á heimasíðu okkar www.rml.is er að finna leiðbeiningar um notkun „Heimaréttar“. Þar kemur m.a. fram hvernig eigi að standa að skilum á skýrsluhaldi. Hér á eftir skal það helsta rifjað upp:

 

  • „Hrossin mín“ , hér þarf að skrá afdrif, geldingu og eigandaskipti. Ef hross er fellt þarf að gera grein fyrir ástæðum förgunar og setja inn dánardagsetningu.
  • „Fyljanaskráning“, hér er gert grein fyrir hvaða hryssum var haldið og hverjum ekki. Ef hryssu er haldið eru upplýsingar um stóðhestinn settar inn. Fyrir neðan listann yfir hryssurnar kemur listi yfir stóðhesta tveggja vetra og eldri í eigu ræktanda. Hafi þeir verið í hryssum þarf að gera grein fyrir hvaða hryssur voru hjá þeim. Hafi hryssueigandi þegar skráð fyljun á sína hryssu kemur hún sjálfkrafa inn og stóðhesteigandinn þarf ekki að gera annað en að samþykkja veru hennar.
  • „Fang- og folaldaskráning“, hér þarf að gera grein fyrir fyli síðasta árs, geld, lét eða hélt. Hafi hryssan haldið er folaldið skráð.

Athugið að þessi hluti heimaréttar er eingöngu virkur fyrir þá sem eru skráðir í skýrsluhald WorldFengs og hafa fengið úthlutað númerum til að setja á folöldin sem fæðast þeim.

  • „Umráðamaður“, venjulega kemur eigandi sjálfkrafa inn sem umráðamaður. Þar sem eigendur eru fleiri en einn þarf að ákveða hver verði skráður umráðamaður. Ef hross eru í eigu barna yngri en 18 ára þarf að skrá umráðamann.

 

Þegar búið er að fara í gegnum flipana hér á undan á eftirleikurinn að vera einfaldur.  Smellt er á flipann „Skýrsluhaldsskil“. Þá kemur upp valmöguleikinn „skila skýrsluhaldi“ smellt er á hann og þar með er málinu lokið.

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er rukkað fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Vinsamlegast sendið pappíra varðandi skýrsluhald á skrifstofur okkar á Selfossi eða Akureyri en þar eru þessir pappírar skráðir. Heimilisföngin eru:

 

RML                                                  

v/ skýrsluhalds í hrossarækt            

Austurvegi 1                                      

800 Selfoss

 

Eða

RML

v/ skýrsluhalds í hrossarækt

Óseyri 2

603 Akureyri

 

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi skýrsluhaldið á netföngin  halla@rml.is eða agg@rml.is.

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD