Samkeppni um einkennismerki, “lógó”, fyrir Hestamannafélagið Borgfirðing

Samkeppni um einkennismerki, “lógó”, fyrir Hestamannafélagið Borgfirðing

Deila

Hestamannafélagið Borgfirðingur sem varð til nú í janúar með samruna hestamannafélaganna Faxa og Skugga efnir til samkeppni um merki félagsins. Verður það notað á kynningarefni félagsins, heimasíður, bréfsefni, fána , félagsbúning og flögg.

Tillögu að merki skal skila á jpg formi eða sambærilegu, tilbúnu til nota á vefsíðum. Merkið verður eign félagsins.

Stjórn félagsins, sem jafnframt er dómnefnd, áskilur sér rétt til að útfæra vinningstillöguna í samvinnu við hönnuðinn. Ennfremur er áskilinn réttur til að hafna öllum innsendum tillögum.

Tillögur að merki sendist sem jpg skrá til UMSB, á netfangið umsb@umsb.is  fyrir 9. mars n.k. Tillögur verða lagðar útprentaðar, nafnlaust, fyrir dómnefnd og hlýtur sigurvegari keppninnar kr. 50.000.- í verðlaun. 

 

 

Með bestu kveðjum

 

Kristján Gíslason

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD