Flett ofan af leyndinni hjá Herði

Flett ofan af leyndinni hjá Herði

Deila

Hestamannafélagið Hörður hélt um helgina sitt annað vetrarmót í reiðhöll sinni að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Þátttakan var býsna góð en ný mótanefnd hefur lagt áherslu á að hressa við áhugann fyrir þessum mótum sem var orðinn frekar lítill. Meðal annars með því að bjóða upp á vegleg útdregin verðlaun þar sem allir þátttakendur eru í pottinum. Þessi verðlaun eru af ýmsum toga og má þar nefna spæni frá Furuflís, fóðurbæti frá Lífland, nuddtíma (fyrir hesta) frá Hestanuddi og heilsu og listaverk ýmiskonar.

Þetta var reyndar annað vetrarmótið sem félagið heldur á árinu en mjög leynt var farið með úrslitin frá fyrsta mótinu og hafa þau hvergi verið birt. Ekki einu sinni á heimsíðu félagsins! En eftir krókaleiðum og með mikilli fyrirhöfn tókst greinarhöfundi að herja út þessi leyndu úrslit og opinberar þau hér á eftir nýju úrslitunum. Er það mjög í takt við mikla umræðu um aukið gegnsæi í samfélaginu að fletta ofan af þessari leyndarhyggju.

Þá hefur nefndin lagt áherslu á að fá utanaðkomandi dómara en það var orðin rík tilhneiging á minni mótum félagsins að notast við innanfélags dómara sem féll í frekar grýttan jarðveg hjá mörgum. Nú hafa þeir dómara sem dæmt hafa á þessum tveimur mótum lagt áherslu á takt, fegurð í reið og góða reiðmennsku. Ekki á hraða og tæting eins og oft hefur viljað brenna við á mótum sem þessum.

En góður rómur hefur verið gerður af störfum mótanefndar sem samanstendur af nokkrum ungum stúlkum og tveimur eldri körlum sem vísast telja sig kjölfestuna í nefndinni.

Vakri

En úrslit mótsins á laugardag urðu annars sem hér segir:

Barnaflokkur

1 Gígja Ásgeirsdóttir – Stilling

2 Sölvi Þór Oddrúnarson – Leikur frá Ekru

3 Viktor Nökkvi – Sprengja frá Breiðabólsstað

4 Stefán Atli – Völsungur frá Skarði

5 Oddur Karl Arason – Hrafnagaldur frá Hvítárholti

Unglingaflokkur

1 Melkorka Gunnarsdóttir – Rún frá Naustanesi

2 Viktoría Von – Akkur frá Akranesi

3 Benedikt Ólafsson – Biskup frá Ólafshaga

4 Kristún Bender  – Dásemd frá Dallandi

5 Jóhanna Lilja – Kvistur frá Strandarhöfði

Ungmennaflokkur

1 Erna Jökulsdóttir – Tinni frá Laugarbóli

2 Thelma Rut Davíðsdóttir – Fálknir frá Ásmundarstöðum

3 Ída Eklund – Loðmundur frá Dallandi

4 Birgitta Sól – Elding frá Stóru-Ásgeirsá

5 Sandra Lynch  – Þrymur frá Koltursey

3. Flokkur

1 Hólmfríður Halldórsdóttir – Nemi frá Grafarkoti

2 Bryndís Ásmundsdóttir – Mökkur frá Heysholti

3 Hákon Hákonsson – Askja frá Skálatjörn

4 Ásta Lilja  – Kjölur frá Dunki

5 Erla Dögg – Straumur frá Innri-Skeljabrekku

2. Flokkur

1 Ingvar Ingvarsson – Trausti frá Glæsibæ

2 Kristinn Már – Silfurperla frá Lækjarbakka

3 Kristinn Karl  – Beitir frá Gunnarsstöðum

4 Ragnar Aðalsteinsson – Fókus frá Brattholti

5 Vilhjálmur Þorgrímsson – Gestur frá Útnyrðingsstöðum

1. flokkur

1 Eysteinn Leifsson – Sörli frá Litlhóli

2 Vera Praag – Syneta frá Mosfellsbæ

3 Jessica Westlund – Mánadís frá Dallandi

4 Ragnheiður Þorvaldsdóttir – Hrímnir frá Hvítárholti

5 Valdimar Kristinsson – Hreimur frá Reynisvatni

Pollaflokkur

Fjóla  – Rimma frá Hrafhólum

Ísabella Helga Játvarðsdóttir – Íri frá Velli

Sunna María Játvarðsdóttir – Krapi frá Blesastöðum

Kristjana Lind Sigurðardóttir – Bragi frá Búðardal

Erlín Hrefna – Hrímir

Guðlaugur Benjamín – Hrefna frá Lækjarbakka

Og hér koma svo úrslitin af leynimótinu mikla:

Barnaflokkur

1. Natalía Rán og Demantur frá Tjarnarkoti

2. Viktor Nökkvi og Sprengja frá Breiðabólsstað

3. Sölvi Þór Oddrúnarson og Leikur frá Ekru

4. Stefán Atli Stefánsson og Völsungur frá Skarði

5. Þorbjörg Gígja og Stilling

Unglingaflokkur

1. Melkorka Gunnarsdóttir og Rún frá Naustanesi

2. Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga

3. Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir og Kvistur frá Strandarhöfði

4. Aníta Eik Kjartanssóttir og Lóðar frá Tóftum

5. Natalía Ósk og Sæunn frá Hveragerði

Ungmennaflokkur

1. Hrafndís Katla Elíasdóttir og Klemma frá Koltursey

2. Ída Eklund og Loðmundur frá Dallandi

3. Birgitta Helgadóttir og Elding frá Stóru-Ásgeirsá

4. Erna Jökulsdóttir og Nótt

5. Ásta Björk Friðjónsdóttir og Árnesingur frá Halakoti

3. Flokkur

1. Fríða Halldórsdóttir og Nemi frá Grafarkoti

2. Erla Dögg Birgisdóttir og Straumur frá Innri-Skeljabrekku

3. Ásta Björk Benidiktsdóttir og Hrefna frá Lækjarbakka

4. Sara Dögg Gunnarsdóttir og Hrund frá Borgareyrum

5. Hans Örn Kristjánsson og Úlfur frá Reynisvatni

6. Ásta Lilja Sigurðardóttir og Kjölur frá Dunki

2. Flokkur

1. Ingvar Ingvarsson og Trausti frá Glæsibæ

2. Grettir Börkur Guðmundsson og Kvistur frá Skálmholti

3. Kristinn Karl Garðarsson og Beitir frá Gunnarsstöðum

4. Hinrik Gylfason og Sólon frá Stokkseyrarseli

1. Flokkur

1. Vera Van Praag og Syneta frá Mosfellsbæ

2. Jessica Westlund og Mánadís frá Dallandi

3. Súsanna Katarína og Krumma frá Skör

4. Valdimar Kristinsson og Hreimur frá Reynisvatni

5. Jón Atli Kjartansson og Sóldís frá Dunki

Pollaflokkur

Vigdís Björk Sveinbjörnsdóttir

Lovísa Líf Einarsdóttir

Katla Líf Logadóttir

Hekla Lind Logadóttir

Emilía Brá Leónsdóttir

Daníel Dór

Erlín Hrefna Arnarsdóttir

Arnþór Björn

Guðlaugur Benjamín

Sigurvegarar í unglingflokki; Melkorka Gunnarsdóttir og Rún frá Naustanesi.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD