WorldTölt í Óðinsvéum: Enn sigrar Jóhann á Hnokka frá Fellskoti

WorldTölt í Óðinsvéum: Enn sigrar Jóhann á Hnokka frá Fellskoti

Deila
Mynd-worldtoelt.dk

Jóhann Skúlason á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti sigraði töltið á stórmótinu WorldTölt í Óðinsvéum um helgina, en þetta mót er einn stærsti vetrarviðburður á íslenskum hestum í heiminum. Jóhann Skúlason átti nánast allt í töltkeppninni því hann var með þrjá hesta í úrslitum en valdi svo Hnokka til að sigra. Þar með sannar þetta einstaka keppnispar sig enn einu sinni og eru þeir Jóhann og Hnokki vafalaust að verða eitt sigursælasta keppnispar í sögu íslenska hestsins, þar sem heimsmeistaratitlar eru meðal annarra stórra sigra.

Hnokki frá Fellskoti verður 15 vetra á þessu ári, og virðast ekki þreytumerki á honum að sjá.Margt annað bar fyrir augu í töltkeppni mótsins, til dæmis birtist hinn sigursæli Spölur frá Njarðvík nú með nýjan knapa, en áður hafði Ásmundur Ernir Snorrason sem kunnugt er gert garðinn frægan á hestinum. Þá átti Uli Reber einnig ágæta keppni á hryssunni Vág frá Höfðabakka sem margir muna eftir hér á landi hjá Helgu Unu Björnsdóttur og eins komst í B-úrslit Fjölnir frá Akureyri sem um skeið var keppnishestur Gústafs Ásgeirs Hinrikssonar.

En A- og B-úrslit fóru sem hér segir:

A-úrslit – Tölt T1

1. Jóhann Rúnar Skúlason  á Hnokka frá Fellskoti   8.45
2. Lisa Drath  ás Kjalari frá Strandarhjáleigu   7.94
3. Jolly Schrenk á Glæsi von Gut Wertheim   7.78
4. Nils-Christian Larsen á Garpi fra Højgaarden   7.50
5. Katie Sundin Brumpton  Smára från Askagården   7.28
6. Uli Reber á Vág frá Höfðabakka   7.22

B-úrslit

6. Katie Sundin Brumpton Smára från Askagården   7,06
7. Lisa Drath á Speli frá Njarðvík   7,06
8. Hans-Christian Løwe  á Vigdisi fra Vivildgård   7,00
9. Finnur Bessi Svavarsson á Glitni frá Margrétarhofi   6,89
10. Magnús Skúlason á Noa från Brösarpsgården   6,67
11. Steffi Svendsen á Fjölni frá Akureyri   6,00

Sjá nánar á www.hestafrettir.com

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD