Vesturlandsdeild á föstudag

Vesturlandsdeild á föstudag

Deila

Annað mót Vesturlandsdeildarinnar 2018 fer fram föstudagskvöldið 9. mars í Faxaborg, Borgarnesi.

Keppnisgrein kvöldsins er Húsafell slaktaumatölt og verður þetta í annað sinn sem keppt verður í þeirri grein í deildinni. Berglind Ragnarsdóttir með Óm frá Brimilsvöllum sigruðu í fyrra og má gera ráð fyrir því að þau geri sér ferð niður í Borgarnes til að verja titilinn.

Húsið opnar klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stundvíslega kl. 20.00 á gólfið.

Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri.

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í 6 greinum hestaíþrótta.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD