Vetrarmót Smára 2018

Vetrarmót Smára 2018

Deila

Vetrarmót Smára 2018

– hið fyrra-

Þá fer að líða að fyrra vetrarmótinu okkar en laugardaginn 10 mars næstkomandi er stefnan tekin á Torfdal með gæðinginn og góða skapið í farteskinu. Lífland er styrktaraðili mótsins fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Mótið hefst kl 13:00 með skráningu og pollastund frá kl 13-13:30

Barnaflokkur hefst stundvíslega kl 14 og svo flokkarnir koll af kolli. Keppt verður í tölti T7 þar sem riðið verður undir stjórn þuls, hægt tölt og frjáls ferð. Létt og skemmtilegt í alla staði. 5 efstu ríða úrslit en 10 efstu knapar safna stigum í stigakeppni vetrarmótanna. Skráning á staðnum.

Flokkarnir eru:

– Pollastund (Þrautabraut inn í reiðhöll)

– Barnaflokkur

– Unglingaflokkur

– Ungmennaflokkur

– Áhugamannaflokkur

– Opin flokkur

Skráningargjald:

– Frítt fyrir pollana okkar

– Barna og Unglingaflokkur = 1000 kr.

– Ungmenni, áhugamenn og Opin flokkur = 1500 kr.

– Skráningargjald fyrir félagsmenn í opna flokknum er 1500 kr en aðra 2500 kr.

Tekið er fram að það er ekki posi á staðnum fyrir skráningargjöld.

Þátttökurétti er þannig háttað að gjaldgengir eru Smárafélagar allir í barna, unglinga, ungmenna og áhugamannaflokk. Hross þarf ekki að vera í eigu félagsmanns. Opni flokkurinn er öllum opin óháð félagsaðild og bjóðum við nágranna og vini hjartanlega velkomna. Vakin er athygli á því að unglingar og ungmenni er heimil þátttaka í opnum flokk með sitt annað hross. Hvort mótið verður haldið inni eða úti verður ákveðið þegar nær dregur. Sjoppa á staðnum.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD