Lukku-Láki kominn með nýjan knapa!

Lukku-Láki kominn með nýjan knapa!

Deila

Lukku-Láki frá frá Stóra-Vatnsskarði hefur verið undanfarin ár í þjálfun og sýndur af Hans Þór Hilmarssyni. Nú eru breytingar á þeim hætti! Blaðamaður Hestafrétta hafði samband við Benedikt G. Benediktsson (Benna á Kvistum) sem er ræktandi hestsins og í forsvari fyrir hlutafélag sem er eigandi hestsins.

“Lukku-Láki hefur verið taminn og sýndur af Hansa frá því vorið 2014 og hefur hann náð frábærum árangri með hann bæði í kynbótasýningum og fimmgang í íþróttakeppni. Hann hefur sinnt þessum hesti frábærlega eins og öðrum hrossum frá mér enda er honum mikið kappsmál að ná sem bestum árangri með þau. Nú var hins vegar komið að þeim tímapunkti að okkur þótti tímabært að fá nýjan knapa til að taka við hestinum og vorum við sammála um að engin væri betur til þess fallinn en minn gamli góði vinur Hinrik Bragason. Stefnan í vor er að mæta með Lukku-Láka í A – flokk gæðinga og einnig lítur mjög vel út með að hann fari í fyrstu verðlun fyrir afkvæmi í vor. Við félagarnir erum bjartsýnir á vorið og Hansi mætir með Sigur frá Stóra-Vatnsgarði, albróður Lukku-Láka sem kynnti sig mjög vel á síðastliðnu ári og hann hefur miklar mætur á.”

Gaman verður að fylgjast með þeim Lukku-Láka og Hinriki á komandi keppnistímabili!

 

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD