Stórsýning Fáks

Stórsýning Fáks

Deila

Stórsýning Fáks verður laugardaginn 14. apríl n.k. í TM Reiðhöllinni Víðidal og hefst sýningin klukkan 21:00.

Ræktunarbú koma fram, gæðingar og hátt dæmd kynbótahross. Töltslaufur Kjarnakvenna verða á sínum stað, fimleikaatriði, vekringar og margt annað sem gleður augað. Eins og ávallt er lagt upp úr fagmannlegum sýningum, góðri reiðmennsku, ljósum og glæsilegu undirspili.

Í fyrra vakti sýningin mikla lukku og var fullt út úr dyrum. Forsala aðgöngumiða verður í anddyri TM Reiðhallarinnar á miðvikudag og fimmtudag milli 17-19. Miðaverð í forsölu er krónur 2.500 og 2.900 krónur á staðnum. Trúbadorar verða í félagsheimilinu að sýningu lokinni og er aðgangseyrir þar 1.000 krónur.

Takið daginn frá og mætum hress og kát í Víðidalinn 🙂

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD