Happdrættismiðar til styrktar Róberti komnir í verslanir

Happdrættismiðar til styrktar Róberti komnir í verslanir

Deila

Á Stóðhestaveislunni um liðna helgi fór í gang sala á happdrættismiðum til styrktar hestamanninum Róberti Veigari Ketel sem nú glímir við mjög erfið veikindi. Sýningargestir sýndu samhug í verki og voru duglegir að kaupa miða, en margir sem ekki voru á staðnum hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt og nú er hægt að kaupa miða í hestavöruverslunum Líflands, Ástundar, Top Reiter, hjá Baldvini og Þorvaldi og Hestum og mönnum.  Miðarnir verða til sölu út vikuna, en dregið verður í happdrættinu eftir helgi. Miðaverð er aðeins kr. 1.000 og fjöldi flottra vinninga í boði svo nú er um að gera að slá tvær flugur í einu höggi og styðja félaga okkar og freista gæfunnar um leið.

Vinningaskrá í happdrætti –         Gefandi:

1 klst reiðkennsla             Agnes Hekla Árnadóttir

100.000 kr. vöruúttekt í Ástund, Austurveri          Ástund

50.000 kr gjafabréf frá Equsana  Equsana

Dekurpakki fyrir tvo hjá Laugarvatn Fontana        Laugarvatn Fontana

Eins mánaðar tamning í Vesturkoti           Þórarinn Ragnarsson

Eitt bretti af spæni frá Furuflís    Furuflís

Eitt bretti af spæni frá Furuflís    Furuflís

Eitt bretti af spæni frá Furuflís    Furuflís

Folatollur undir Arð frá Brautarholti         Snorri Kristjánsson

Folatollur undir Boða frá Breiðholti           Helgi Jón Harðarson

Folatollur undir Ellert frá Baldurshaga      Baldur Eiðsson

Folatollur undir Glúm frá Dallandi              Gunnar og Þórdís

Folatollur undir Hákon frá Ragnheiðarstöðum     Helgi Jón Harðarson

Folatollur undir Herkúles frá Ragnheiðarstöðum                Helgi Jón Harðarson

Folatollur undir Kveik frá Stangalæk         Birgir Leó Ólafsson

Folatollur undir Ljósvaka frá Valstrýtu     Guðjón Árnason

Folatollur undir Sjóð frá Kirkjubæ             Alex Hoop

Gisting fyrir tvo með morgunverð, þriggja rétta kvöldverð og aðgana að Riverside Spa á Hótel Selfoss      Hótel Selfoss

Gisting og matur á Hótel Eldborg í tvær nætur og ferð á Löngufjörur sumarið 2018             Hótel Eldborg

Gjafakarfa með góðgæti Friðheimar

Gjafakarfa með góðgæti Friðheimar

Gjafakarfa með góðgæti Friðheimar

Málverk eftir listakonuna Helmu               Helma

Reflect ábreiða frá Hrímni            Hrímnir

Reflect ábreiða frá Hrímni            Hrímnir

Reflect ábreiða frá Hrímni            Hrímnir

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD