Hafnarfjarðarmeistaramót, opið íþróttamót Sörla

Hafnarfjarðarmeistaramót, opið íþróttamót Sörla

Deila

Opið íþróttamót Sörla „Hafnarfjarðarmeistaramótið“ verður haldið á Sörlastöðum dagana 19. – 21.maí n.k.

Undirbúningur er í fullum gangi. Í vor voru vellirnir endurbættir og eru þeir nú í frábæru ásigkomulagi. Er ekki tilvalið að skella sér á mótið í gullfallegu umhverfi Sörlastaða.

Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar í eftirfarandi flokkum:

Flokkur

Tölt fyrir minna vana

Tölt

Slaktauma-tölt

Fjórgangur

Fimmgangur

Gæðingaskeið

Flugskeið

Barnaflokkur

T7

T3

V2

P2

Unglingaflokkur

T7

T3

V2

Ungmennaflokkur

T3

T4

V2

F2

PP1

Opinn 2. flokkur

T7

T3

T4

V2

F2

PP1

Opinn 1. flokkur

T3

T4

V2

F2

PP1

Meistaraflokkur

T1

T2

V1

F1

PP1

Einnig verður boðið upp á:

• Pollar, teymdir og ríðandi

• Fimi – free style.

Fræðslunefnd Sörla mun bjóða upp á kynningu á þessari grein í næstu viku fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari keppnisgrein en gert er ráð fyrir að keppendur skili inn prógrammi 2 dögum fyrir áætlaðan keppnisdag.  Sjá nánar á bls 90 í lögum og reglum LH.

• Skráning í þessar tvær greinar þarf að senda póst á [email protected].

Mótanefnd Sörla áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka. Lög og reglur um ofangreinda flokka má finna hér Lög og reglur LH 2017 -1 viðauki 1.2018

Dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. 

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Eingöngu er tekið við greiðslum gegn kreditkortum. Skráningagjöld eru 3.500 kr. fyrir börn, unglinga og ungmenni, 4.500 fyrir 2 og 1 flokk og 5.500 fyrir meistaraflokk. Flugskeið er 3.500 og gæðingaskeið og fimi er 4.500 fyrir alla. Frítt fyrir polla.

Skráning er hafin og lýkur 14. maí.

ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.

Ef þið lendið í vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected]

Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu félagsins, fésbókarsíðu félagsins og öðrum hestamiðlum þegar nær dregur.  Hlökkum til að sjá ykkur á Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Mótanefnd Sörla

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD