Reykjavíkurmeistaramótið: Sterkir keppendur gefa tóninn fyrir Landsmótsárið

Reykjavíkurmeistaramótið: Sterkir keppendur gefa tóninn fyrir Landsmótsárið

Deila

Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum stendur nú sem hæst, og kemur ekki á óvart að mjög sterk keppnispör koma þar fram, enda mótið eitt hið sterkasta á landinu ár hvert. Ekki er keppt á Landsmóti í hinum hefðbundnu íþróttagreinum, nema í tölti, en samt er mjög horft til árangurs knapa og hesta í bæði 5-gangi og 4-gangi, enda eru þær keppnisgreinar líkastar A- og B-flokki gæðinga sem eru hinar hefðbundnu Landsmótsgreinar. En töltið er einnig mjög mikilvægt nú, enda munu aðeins 30 efstu keppnispörin í tölti á árinu vinna sé inn þátttökurétt. Stöðulistar í tölti munu því væntanlega verða vinsælt les- og umræðuefni á næstu vikum!

 

Í fjórgangi Reykjavíkurmótsins núna standa eftir eftir forkeppni Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi. Þeir eru þekkt keppnispar sem hefur verið að sanna sig meira og meira. Þeir eru með 7.43 í einkunn, en skammt á eftir þeim kemur ekki síður þekkt par, Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum með 7.33. Þá er næstur Ásmundur Ernir Snorrason á Fræg frá Strandarhöfði með 7.30, þá Hulda Gústafrsdóttir á Hnokkasyninum Val frá Árbakka með 7.10 og svo Sigrsteinn Sumarliðason á öðrum Hnokkasyni, Háfeta frá Hákoti með 7.03. Aðrir keppendur náðu ekki yfir 7-múrinn í þessari forkeppni. Athyglisvert er að sjá að þarna á Hnokki tvo syni, stóðhesta, en sjálfur hefur hann gert góða hluti í fjórgangi, þótt ekki hafi hann haft yfirburði þar eins og í tölti.

 

En allir efstur hestarnir í þessari grein eru stóðhestar, sem er mikil breyting frá því fyrir nokkrum árum þegar íþróttakeppni var fyrst og fremst vettvangur geldinga.

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD