Aðrir skeiðleikar Náttfara 13. júní

Aðrir skeiðleikar Náttfara 13. júní

Deila

Þá er komið að öðru kvöldinu í Skeiðleikum Náttfara. Í þetta sinn verðum við á Hólum í Hjaltadal og keppt veður í 100m – 150m og 250m skeiði. Skráning er hafin á Sportfeng og er það Skagfirðingur sem heldur mótið í þetta sinn.

Skráningu líkur kl. 12:00 á hádegi 11. Júní.

Síðustu leikar voru stórkostlegri og búumst við ekki við neinu minna í þetta sinn. Við hvetjum alla sem eiga skeiðhesta að skrá sig og keppa. Eflum skeiðíþróttina með því að taka þátt og vera með.

Með bestu kveðju, stjórn Náttfara

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD