Stóðhestasýningar: Flottir 4ra vetra folar frá Garðshorni og Kjartansstöðum

Stóðhestasýningar: Flottir 4ra vetra folar frá Garðshorni og Kjartansstöðum

Deila

Kynbótasýningar halda áfram af fullum krafti og nú fer fjölgandi þeim 4ra vetra stóðhestum sem koma í dóm. Tveir fjögurra vetra folar hafa til dæmis komið úr ræktun þeirra Agnars Þórs Magnússonar og Birnu T. Thorlacius, en það eru þeir Kastor og Neptúnus frá Garðshorni  á Þelamörk. Þeir standa nú efstir stóðhesta í þessum yngsta folkki, Kastor með 8.23 í aðaleinkunn og Neptúnus með 8.22. Kastor er sonur Kiljans frá Steinnesi og er enn ein skrautfjöðurin í hatt föður síns, en Neptúnus er undan þeim fræga Hrannari frá Flugumýri, sem sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti 2016 og hefur eins og Kiljan farið yfir 9.0 í einkunn fyrir hæfileika í kynbótadómi. Það var Agnar Þór sem sýndi báða folana, enda eru sýningar 4ra vetra stóðhesta nánast hans sérgrein og margir minnast enn  ógleymanlegrar sýningar hans á Konsert frá Hofi á Landsmótinu á Hellu.

 

Þá hafa einnig vakið athygli tveir 4ra vetra stóðhestar frá Kjartansstöðum í Flóa, úr ræktun Þorvaldar Sveinssonar, þeir Kardináli Lokason með 8.07 skeiðlaus og svo Kraftur undan Ágústínusi með 8.12, alhliða gengur. Jóhann Kr. Ragnarsson sýndi báða hestana. Hér eru því tvö ræktunarbú að minna vel á sig með samtals 4 folum sem aðeins eru á fjórða vetur og eiga væntanlega mikla framtíð fyrir sér.

 

Auk þessara fola hafa tveir aðrir farið yfir 8.0 í aðaleinkunn nú í vor, þeir Heiður frá Eystra-Fróðholti með 8.17 skeiðlaus sem mun færir hann ofar í röð,  og Sölvi frá Stuðlum með 8.09.

 

Hér eru upplýsingar um dóma og ættir Kastors, sem nú er hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn það sem af er ári 2018, en margt getur þar enn breyst:

 

IS2014164066 Kastor frá Garðshorni á Þelamörk
Rauðstjörnóttur fæddur 2014.
Ræktandi: Agnar Þór Magnússon, Birna Tryggvadóttir Thorlacius
Eigandi: Sporthestar ehf.
F.: IS2004156286 Kiljan frá Steinnesi
Ff.: IS1998187045 Klettur frá Hvammi
Fm.: IS1993256299 Kylja frá Steinnesi
M.: IS2007238736 Vissa frá Lambanesi
Mf.: IS2001135613 Glymur frá Innri-Skeljabrekku
Mm.: IS1994238714 Elding frá Lambanesi
FORSKOÐUNARDÓMUR
Vorsýning Hólum í Hjaltadal -fyrri vika 4. til 8. júní
Mál (cm): 142 – 133 – 139 – 62 – 140 – 36 – 48 – 43 – 6,4 – 29,5 – 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,3 – V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,5 – 8,0 – 9,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 = 8,21
Hæfileikar: 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 9,0 – 8,0 – 7,0 = 8,25
Aðaleinkunn: 8,23      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon
Þjálfari: Sporthestar ehf.

 

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD