Stöðulisti Landsmóts 2018: Sesar frá Steinsholti orðinn efstur sex vetra hesta

Stöðulisti Landsmóts 2018: Sesar frá Steinsholti orðinn efstur sex vetra hesta

Deila
Jakob Svavar og Skýr frá Skálakoti

Breytingar verða nú nánast daglega á stöðulistum kynbótahrossa fyrir Landsmótið í Reykjavík sem hefst eftir nokkrar vikur enda mikil hrina dómsstarfa í gangi á mörgum stöðum.  Nú er stóðhesturinn Sesar frá Steinsholti orðinn hæst dæmdur sex vetra hesta, og er með 8.49 í aðaleinkunn fyrir yfirlitssýningu. Sesar er undan Skýr frá Skálakoti og Vök frá Skaálakoti sem er dóttir Stíganda frá Sauðárkróki. Sesar er brúnn á lit, og er eigandi og ræktandi Sigurður Guðni Sigurðsson, Sigrún Rós Helgadóttir þjálfaði hestinn en Jakob Svavar Sigurðsson sýndi hann í dómi.

Athyglisverður hestur er einnig kominn í annað sæti í þessum aldurfrokki, en það er Aðalsteinn frá Íbishóli, með 8.40, en hann er úr ræktun Magnúsar B. Magnússonar, sonur Óskasteins frá Íbishóli. Aðalsteinn er með töluvert betri byggingareinkunn en faðirinn, 8.18 en nær föðurnum ekki enn fyrir hæfileika, hvað sem síðar verður.

Hér eru upplýsingar um dóm, ættir og fleira á efsta hesti sex vetra flokksins eins og staðan er núna:

IS2012135084 Sesar frá Steinsholti
Brúnn, fæddur 2012.
Ræktandi: Sigurður Guðni Sigurðsson
Eigandi: Jakob Svavar Sigurðsson
F.: IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Ff.: IS2000135815 Sólon frá Skáney
Fm.: IS2001284163 Vök frá Skálakoti
M.: IS1995235472 Íris frá Vestri-Leirárgörðum
Mf.: IS1986157010 Galdur frá Sauðárkróki
Mm.: IS1973235467 Ýr frá Vestri-Leirárgörðum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Vorsýning Spretti í Kópavogi, 4. til 8. júní.
Mál (cm): 147 – 133 – 138 – 66 – 143 – 38 – 47 – 44 – 6,8 – 31,0 – 19,0
Hófa mál: V.fr.: 9,3 – V.a.: 8,7
Sköpulag: 8,0 – 8,0 – 9,5 – 8,5 – 8,5 – 7,0 – 8,5 – 8,0 = 8,28
Hæfileikar: 9,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 7,5 = 8,63
Aðaleinkunn: 8,49      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson
Þjálfari: Sigrún Rós Helgadóttir

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD