Tóti Eymunds sló eigið heimsmet!

Tóti Eymunds sló eigið heimsmet!

Deila

Þórarinn Eymundsson tamningamaður og reiðkennari við Háskólann á Hólum í Hjaltadal gerir það ekki endasleppt á kynbótabrautinni þessi árin. Í fyrra sýndi hann stóðhestinn Þórálf í hæstu einkunn sem íslenskur stóðhestur hefur fengið, eða 8.94. En í gær sló hann svo eigið heimsmet þegar hann reið Þránni frá Flagbjarnarholti í 8.95 í kynbótadómi norður á Hólum!

Þráinn er brúnskjóttur, sonur Álfs frá Selfossi eins og Þórálfur, en móðir hans er Þyrla frá Ragnheiðarstöðum, sem er blanda ýmissa ætta, svo sem Sauðárkróks, Laugarvatns og Kolkuóss og er því í móðurætt töluvert skyld móður Þórálfs..

Fyrir sköpulag fékk Þráinn 8.70 en fyrir hæfileika hvorki meira né minna en 9.11.

Hestafréttir óska Þórarni og eiganda hestsins, Jaap Groven til hamingju. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um hestinn og dóminn, en varla þarf að taka fram að Þráinn stendur nú efstur á lista sex vetra hesta inn á Landsmót 2018.:

Þráinn frá Flagbjarnarholti og Þórarinn Eymundsson Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir / Hestafréttir

IS2012181608 Þráinn frá Flagbjarnarholti

Brúnskjóttur, fæddur 2012

Ræktandi: Jaap Groven

Eigandi: Jaap Groven

F.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi

Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum

Fm.: IS1996287660 Álfadís frá Selfossi

M.: IS1997287737 Þyrla frá Ragnheiðarstöðum

Mf.: IS1988176100 Svartur frá Unalæk

Mm.: IS1985287020 Krás frá Laugarvatni

FORSKOÐUNARDÓMUR

Vorsýning Hólum í Hjaltadal -fyrri vika 4. til 8. júní

Mál (cm): 148 – 135 – 140 – 65 – 145 – 37 – 48 – 45 – 6,3 – 30,0 – 18,0

Hófa mál: V.fr.: 9,5 – V.a.: 9,0

Sköpulag: 8,5 – 9,0 – 9,0 – 9,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 = 8,70

Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,11

Aðaleinkunn: 8,95      Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,5

Sýnandi: Þórarinn Eymundsson

Þjálfari: Þórarinn Eymundsson

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD