Hólar í Hjaltadal: Er Þ-ættlínan runnin skeiðið á enda?

Hólar í Hjaltadal: Er Þ-ættlínan runnin skeiðið á enda?

Deila

Góð hryssa frá Hólum í Hjaltadal kom fram á kynbótasýningu nyrðra í vikunni. Sú heitir Vörn frá Hólum og var sýnd af Mette Mannseth í einkunnina 8.54, sex vetra gömul.

Vörn er af hinni frægu Þ-ættarlínu á Hólabúinu, sem rekja má til Þernu frá Kolkuósi og hinnar frægu dóttur hennar Þráar frá Hólum. Vörn er undan Þrift frá Hólum, dóttur Þrennu frá Hólum, en sú var dóttir Þráar frá Hólum. Um árabil hefur verið sú venja á Hólum að láta hryssur af þessari ættlínu heita nöfnum sem byrja á Þ, en spurning er hvort sú hefð hefur nú verið aflögð?

Er Þ-ættlínan búin að renna sitt skeið á enda spyrja margir?!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD