Landsmótsúrtaka á Hellu: Sjóður og Teitur efstir í A-flokki eftir daginn

Landsmótsúrtaka á Hellu: Sjóður og Teitur efstir í A-flokki eftir daginn

Deila

Sjóður frá Kirkjubæ og  Teitur Árnason  standa efstir eftir fyrri dag Landsmótsúrtöku í A-flokki gæðinga á vegum hestamannafélaganna Geysis, Loga, Trausta og Smára á Gaddsstaðaflötum í dag. Sjóður keppir fyrir Loga og fékk í einkunn 8.79. Í öðru sæti eftir daginn var Roði frá Lyngholti og Árni Björn Pálsson með 8.69 en þeir kepptu fyrir Geysi. Þá komu Dropi frá Kirkjubæ og Hanna Rún Ingibergsdóttir með 8.68 einnig fyrir Geysi sem og Penni frá Eystra-Fróðholti og Jón Páll Sveinsson með 8.65. Enn kom Geysishestur í næsta sæti, það er Tromma frá Skógskoti og Sigvaldi Lárus Guðmundsson með 8.64 eins og Nói frá Stóra-Hofi og Daníel Jónsson sem keppa fyrir Geysi. Næsti hestur keppir einnig fyrir Geysi, Klassík frá Skíðbakka sem Elvar Þormarsson sýndi og fengu þau  8.58.

Á morgun verður svo einni umferð á Hellu, bæði í A- og B-flokki gæðinga, sem og í yngri flokkum. Þá skýrast línur endanlega um Landsmótssæti þessara félaga.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD