Landsmótsúrtaka Geysis: Kvika frá Leirubakka og Fríða Hansen efstar með 8.59

Landsmótsúrtaka Geysis: Kvika frá Leirubakka og Fríða Hansen efstar með 8.59

Deila

Kvika frá Leirubakka og Fríða Hansen eru efstar eftir fyrri umferð Landsmótsúrtöku Geysis í B-flokki gæðinga með einkunnina 8.59. Í öðru sæti er Jón Páll Sveinsson með 8.55 á Hátíð frá Forsæti II, þá  Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson með Lind frá Úlfsstöðum og einkunnina 8.47. Þá kemur Ólína frá Skeiðvöllum með 8.45 knapi Davíð Jónsson, og með sömu einkunn er Ásmundur Ernir Snorrason á Skímu frá Hjallanesi og þá næstur Ólafur Þórisson á Fálka frá Miðkoti með 8.44 og með sömu einkunn Sigvaldi Lárus Guðmundsson með Lotto frá Kvistum.

Næstur er Hallgrímur Birkisson á Hallveigu frá Litla-Moshvoli með 8.42, þá Jóhann Kristinn Ragnarsson og Kempa frá Austvaðsholti með 8.41 og svo Pernille Lyager Möller með 8.38 á Rokk frá Ytra-Vallholti.

Síðari umferð fer fram á morgun, sunnudag, en í dag er fyrri umferð hjá Geysi í A-flokki gæðinga.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD