Hrannar frá Flugumýri minnir á sig: Blakkur frá Þykkvabæ athyglisverður foli undan...

Hrannar frá Flugumýri minnir á sig: Blakkur frá Þykkvabæ athyglisverður foli undan honum

Deila

Blakkur frá Þykkvabæ er einn þeirra stóðhesta sem vakið hafa athygli á kynbótasýningum ársins, en hann hefur hlotið í einkunn 8.24 skeiðlaus og er næsthæstur fjögurra vetra fola á stöðulista fyrir Landsmótið í Reykjavík í næsta mánuði. Blakkur er undan þeim fræga Hrannari frá Flugumýri, sem m.a. sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum 2016, en móðir Blakks er einnig mikill gæðingur, Lyfting frá Þykkvabæ sem er dóttir Þokka frá Kýrholti í Skagafirði.

Blakkur er með flotta sköpulagseinkunn, 8.41 og fyrir hæfileika er hann með 8.12, skeiðlaus sem fyrr segir, en er með fjórum sinnum 9.0 í hæfileikadómnum. Teitur Árnason sýndi hestinn.

Eigandi Blakks er Alda Jóna Nóadóttir sem er ásamt manni sínum Ásgeiri Svan Herbetrtssyni með aðstöðu á Hvoli í Ölfusi, en ræktandi er Arnar Bjarnason. Hestafréttir óska eiganda og ræktanda til hamingju, en fleiri fréttir af athyglisverðum hestum munu birtast á næstu dögum, en kynbótasýningar verða áfram í fullum gangi næstu daga. Hér fyrir neðan má sjá nánari uppklýsingar um Blakk:

IS2014185260 Blakkur frá Þykkvabæ I

Brúnn fæddur 2014.

Ræktandi: Arnar Bjarnason

Eigandi: Alda Jóna Nóadóttir

F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II

Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu

Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri

M.: IS2006285260 Lyfting frá Þykkvabæ I

Mf.: IS1997158430 Þokki frá Kýrholti

Mm.: IS1996285260 Jörp frá Þykkvabæ I

FORSKOÐUNARDÓMUR

Vorsýning Spretti í Kópavogi, 4. til 8. júní.

Mál (cm): 146 – 134 – 138 – 63 – 143 – 38 – 46 – 43 – 6,4 – 29,5 – 18,0

Hófa mál: V.fr.: 9,5 – V.a.: 8,4

Sköpulag: 7,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 8,41

Hæfileikar: 9,0 – 8,5 – 5,0 – 9,0 – 9,0 – 8,5 – 8,0 = 8,12

Aðaleinkunn: 8,24      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 9,0

Sýnandi: Teitur Árnason

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD