Kveikur frá Stangarlæk: Uppskar 10 fyrir vilja og geðslag eftir sýningu við...

Kveikur frá Stangarlæk: Uppskar 10 fyrir vilja og geðslag eftir sýningu við slakan taum!

Deila

Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1 er örugglega ein af stjörnum forkynbótasýninganna á þessu landsmótsári. Hann hefur hlotið 8.57 fyrir byggingu og fyrir kosti 8.76 – skeiðlaus!  Aðaleinkunn 8.68. Þetta er fágætur dómur fyrir sex vetra hest, en í sköpulagseinkunn er hann með tvær 9.5 og tvær níur. Í hæfileikadómi er hann með 10 fyrir vilja og geðslag og að auki fjórum sinnum 9.5.

Það er Ragna Björnsdóttir sem er ræktandi hestsins og er hún ásamt Birgi Leó Ólafssyni eigandi hans. Kveikur er brúnn að lit og er undan Sjóði frá Kirkjubæ og Rakettu frá Kjarnholtum.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hestinn og vakti sýning hennar mikla athygli, ekki síst á yfirlitssýningunni. Þá reið hún honum meðal annars glæsilega við slakan taum og uppskar bæði klapp frá áhorfendum í brekku og einkunnina 10 fyrir vilja og geðslag frá dómurum!

Átta afkvæmi eru til skráð undan hestinum, en þeim mun væntanlega fjölga hratt á næstu árum .

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um hestinn, og er eigendum óskað til hamingju með hann, en Hestafréttir munu segja frá fleiri athyglisverðum kynbótahrossum á næstunni.

IS2012188095 Kveikur frá Stangarlæk 1

Brúnn, fæddur 2012.

Ræktandi: Ragna Björnsdóttir

Eigandi: Birgir Leó Ólafsson, Ragna Björnsdóttir

F.: IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ

Ff.: IS1997186183 Sær frá Bakkakoti

Fm.: IS2002286105 Þyrnirós frá Kirkjubæ

M.: IS2004288562 Raketta frá Kjarnholtum I

Mf.: IS2001188569 Glaður frá Kjarnholtum I

Mm.: IS1995288566 Hera frá Kjarnholtum I

FORSKOÐUNARDÓMUR

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 4. til 8. júní.

Mál (cm): 141 – 129 – 133 – 62 – 141 – 39 – 45 – 41 – 6,3 – 29,5 – 18,0

Hófa mál: V.fr.: 8,3 – V.a.: 7,7

Sköpulag: 9,5 – 9,0 – 9,0 – 9,5 – 8,0 – 7,0 – 7,5 – 8,0 = 8,57

Hæfileikar: 9,5 – 9,5 – 5,0 – 9,5 – 10,0 – 9,5 – 8,5 = 8,76

Aðaleinkunn: 8,68      Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,5

Sýnandi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Mynd : mhof.is

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD