Landsmótsúrtaka Smára: Bjarmi frá Bæ efstur í A-flokki

Landsmótsúrtaka Smára: Bjarmi frá Bæ efstur í A-flokki

Deila

Þrír hestar munu verða fulltrúar hestamannafélagsins Smára í A-flokki gæðinga á Landsmótinu í Reykjavík, en síðari dagur úrtöku var í dag. Fulltrúar félagsins verða þeir Bjarmi frá Bæ, sem Sigurður Vignir Matthíasson keppir á, en þeir hlutu í einkunn 8.48. Næstur inn varð Sirkus frá Garðshorni með 8.45 en knapi hans er Kristín Magnúsdóttir og loks varð þriðji hestur Gleði frá Syðra-Langholti sem Hans Þór Hilmarsson reið, en þau voru með 8.39 í einkunn.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD