Úrtaka Loga: Sjóður og Teitur og Örvar og Jón Óskar fara á...

Úrtaka Loga: Sjóður og Teitur og Örvar og Jón Óskar fara á Landsmót

Deila

Í dag varð ljóst að þeir stóðhestarnir Sjóður frá Kirkjubæ og knapi hans Teitur Árnason og Örvar frá Glúfri og knapi hans Jón Óskar Jóhannesson verða fulltrúar hestamannaf+elagsins Loga í keppni í A-flokki gæðinga á Landsmóti 2018.

Báðir hlutu hestarnir háar einkunnir og gætu hæglega blandað sér í baráttu um efstur sætin á Landsmótinu ef allt gengur upp. Sjóður fer inn með 8.79 í einkunn og Örvar með 8.63. Báðir eru hestarnir stóðhestar með háar einkunnir í kynbótadómi og þekktir keppnishestar frá fyrri mótum.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD