Þriðju Skeiðleikar Skeiðfélagsins á Rangárbökkum við Hellu

Þriðju Skeiðleikar Skeiðfélagsins á Rangárbökkum við Hellu

Deila

Þriðju skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2018 eru á laugardagskvöldið 16.júní.

Þessir þriðju skeiðleikar verða haldnir á Rangárbökkum við Hellu í samstarfi við Geysir og munu leikarnir hefjast kl 18:00.

Er þetta líka síðasti séns til að ná sér í tíma inná Landsmót í Reykjavík 2018.

Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon

Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja skal Skeiðfélagið og „Skeiðleikar 3“. Skráningu lýkur fimmtudagskvöldið 14.júní.

Gjald í hverja keppnisgrein er 3000 kr.

Staðfesting á millifærslu berist á [email protected]

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD